Fjör í fjárhúsum landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2021 20:05 Fengitími stendur nú sem hæst í fjárhúsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira