Latifi fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Abu Dhabi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 23:30 Nicholas Latifi vissi í hvað stefndi á samfélagsmiðlum þegar kappakstrinum í Abu Dhabi lauk. BRYN LENNON /Getty Images Ökuþórinn Nicholas Latifi segist hafa fengið öfgafullar líflátshótanir eftir árekstur hans í lokakappakstri Formúlu 1 tímabilsins, sem gerði Max Verstappen kleift að hrifsa heimsmeistaratitilinn af Lewis Hamilton. Latifi lenti á vegg þegar fimm hringir voru eftir og í kjölfarið á því var öryggisbíll sendur út. Kappaksturinn hélt svo áfram þegar einn hringur var eftir og þá tók Verstappen fram úr Hamilton og tryggði sér um leið heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Latifi birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann segir frá hatursskilaboðum, áreiti og líflátshótunum sem hann fékk í kjölfar kappakstursins. „Þegar ég horfi til baka á kappaksturinn, þá vissi ég um leið og að honum lauk hvað myndi gerast á samfélagsmiðlunum,“ skrifaði Latifi. „Sú staðreynd að mér hafi fundist besta lausnin að eyða Twitter og Instagram úr símanum mínum í nokkra daga segir okkur allt sem segja þarf um hversu grimmir netheimarnir geta verið.“ „Hatrið, áreitið og hótanirnar á samfélagsmiðlunum kom mér í raun ekki á óvart þar sem að þetta er orðið hluti af þeim veruleika sem við búum við. Ég er ekki óvanur því að láta tala illa um mig á netinu, og ég held að allir íþróttamenn sem keppa á heimssviðinu viti að þeir eru undir stöðugu eftirliti.“ „En eins og við höfum séð aftur og aftur, í öllum íþróttum, þá þarf ekki nema eitt atvik á röngum tíma til að fólk geri úlfalda úr mýflugu - og það dragi fram það versta í fólki sem eru svokallaðir „aðdáendur“ íþróttarinnar.“ „Það sem kom mér mest á óvart var hversu öfgafullt hatrið, áreitið, og jafnvel líflátshótanirnar sem ég fékk voru,“ skrifaði Latifi, en skilaboðin öll má lesa í færslu hans hér fyrir neðan. A message from me after the events of Abu Dhabi https://t.co/uYj7Ct6ANQ pic.twitter.com/eThFec8nAi— Nicholas Latifi (@NicholasLatifi) December 21, 2021 Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Latifi lenti á vegg þegar fimm hringir voru eftir og í kjölfarið á því var öryggisbíll sendur út. Kappaksturinn hélt svo áfram þegar einn hringur var eftir og þá tók Verstappen fram úr Hamilton og tryggði sér um leið heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Latifi birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann segir frá hatursskilaboðum, áreiti og líflátshótunum sem hann fékk í kjölfar kappakstursins. „Þegar ég horfi til baka á kappaksturinn, þá vissi ég um leið og að honum lauk hvað myndi gerast á samfélagsmiðlunum,“ skrifaði Latifi. „Sú staðreynd að mér hafi fundist besta lausnin að eyða Twitter og Instagram úr símanum mínum í nokkra daga segir okkur allt sem segja þarf um hversu grimmir netheimarnir geta verið.“ „Hatrið, áreitið og hótanirnar á samfélagsmiðlunum kom mér í raun ekki á óvart þar sem að þetta er orðið hluti af þeim veruleika sem við búum við. Ég er ekki óvanur því að láta tala illa um mig á netinu, og ég held að allir íþróttamenn sem keppa á heimssviðinu viti að þeir eru undir stöðugu eftirliti.“ „En eins og við höfum séð aftur og aftur, í öllum íþróttum, þá þarf ekki nema eitt atvik á röngum tíma til að fólk geri úlfalda úr mýflugu - og það dragi fram það versta í fólki sem eru svokallaðir „aðdáendur“ íþróttarinnar.“ „Það sem kom mér mest á óvart var hversu öfgafullt hatrið, áreitið, og jafnvel líflátshótanirnar sem ég fékk voru,“ skrifaði Latifi, en skilaboðin öll má lesa í færslu hans hér fyrir neðan. A message from me after the events of Abu Dhabi https://t.co/uYj7Ct6ANQ pic.twitter.com/eThFec8nAi— Nicholas Latifi (@NicholasLatifi) December 21, 2021
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira