Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 18:18 Brynjar er brattur eftir aðgerðina og þakkar starfsmönnum Landspítalans fyrir vel unnin störf. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“ Rafhlaupahjól Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“
Rafhlaupahjól Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira