Neville gagnrýndi Ronaldo og Fernandes og kallaði lið United hóp af vælukjóum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 07:30 Gary Neville var hvorki hrifinn af frammistöðu né viðhorfi Brunos Fernandes og Cristianos Ronaldo gegn Newcastle United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville gagnrýndi frammistöðu Manchester United gegn Newcastle United og kallaði leikmenn liðsins vælukjóa. Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira