Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig Snorri Másson skrifar 28. desember 2021 16:20 Bjarni hreifst greinilega af mynd af sjálfum sér eftir Auði Ómarsdóttur. @auduromars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna. Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21