Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 14:44 Kolbrún Helga Pálsdóttir til vinstri og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir til hægri. Atli Björgvinsson Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“ Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“
Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00