Ekki raunhæft að vakna sem einhver annar 1. janúar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2022 16:31 Arna Vilhjálmsdóttir ræddi áramótaheit í Bítinu á Bylgjunni í dag. Instagram/ArnaVilhjálmsdóttir „Ég held að ég hafi gert það fyrsta janúar öll árin í lífi mínu, það átti bara eitthvað að kvikna og ég átti bara að vera geggjuð. Árið átti að vera besta árið mitt og ég ætlaði bara að sigra allt en ég var ekki með neina leið til að gera það.“ Þetta sagði Arna Vilhjálmsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, um áramótaheit í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir mikilvægt að horfa á áramótaheit eins og önnur markmið. Nauðsynlegt sé að vita hvernig maður ætlar að ná þeim, skrifa það niður og fylgja þessu svo eftir. „Það er alls ekki raunhæft að vakna og halda að þú vaknir sem einhver annar,“ segir Arna um óraunhæfar kröfur fólks til breytinga í byrjun nýs árs. Oft setur fólk sér há markmið um þyngdartap eða breytt mataræði, þrátt fyrir að langa kannski ekkert að stefna að því. Gott að flokka markmiðin „Þetta snýst yfirleitt um að vera betri útgáfa af sjálfri sér og við höfum alltaf talið að vera betri útgáfa af sjálfri sér sé að missa kíló.“ Að mati Örnu er besta leiðin að byrja á því að skrifa markmiðin eða áramótaheitin niður. „Þá getur verið mjög gott að flokka þau niður í stór og lítil markmið, því þú kemst ekkert að stóru markmiðunum nema þú bútir þau niður og gangir að litlu markmiðunum fyrst.“ Arna segir einnig mikilvægt að stefna að þessu fyrir sjálfan sig en ekki aðra, óháð utanaðkomandi þrýstingi. „Hvað langar mig að gera? Hvert langar mig að fara? Ég ætla að setja það niður á blað og sjá hvað gerist.“ Svo er sniðugt að verðlauna sig eftir að litlum markmiðum er náð, það er hvetjandi og skemmtilegt og minnir fólk á því að það er að taka skref í rétta átt. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilsa Áramót Tengdar fréttir Stjörnulífið: „Þvílíkt f-ing ár“ Íslendingar kvöddu árið 2021 um helgina og tóku fagnandi á móti 2022. Bjartsýni og þakklæti einkennir samfélagsmiðla þessa dagana, enda var síðasta ár mörgum erfitt. 3. janúar 2022 12:30 Viðtöl ársins: Missir, ofbeldi, fitusmánun og óþægilegu hlutirnir Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, afbrot, Covid, missi, klám, fyrirtækjarekstur, ferilinn sinn og svona mætti lengi telja. 1. janúar 2022 07:00 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið
Þetta sagði Arna Vilhjálmsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, um áramótaheit í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir mikilvægt að horfa á áramótaheit eins og önnur markmið. Nauðsynlegt sé að vita hvernig maður ætlar að ná þeim, skrifa það niður og fylgja þessu svo eftir. „Það er alls ekki raunhæft að vakna og halda að þú vaknir sem einhver annar,“ segir Arna um óraunhæfar kröfur fólks til breytinga í byrjun nýs árs. Oft setur fólk sér há markmið um þyngdartap eða breytt mataræði, þrátt fyrir að langa kannski ekkert að stefna að því. Gott að flokka markmiðin „Þetta snýst yfirleitt um að vera betri útgáfa af sjálfri sér og við höfum alltaf talið að vera betri útgáfa af sjálfri sér sé að missa kíló.“ Að mati Örnu er besta leiðin að byrja á því að skrifa markmiðin eða áramótaheitin niður. „Þá getur verið mjög gott að flokka þau niður í stór og lítil markmið, því þú kemst ekkert að stóru markmiðunum nema þú bútir þau niður og gangir að litlu markmiðunum fyrst.“ Arna segir einnig mikilvægt að stefna að þessu fyrir sjálfan sig en ekki aðra, óháð utanaðkomandi þrýstingi. „Hvað langar mig að gera? Hvert langar mig að fara? Ég ætla að setja það niður á blað og sjá hvað gerist.“ Svo er sniðugt að verðlauna sig eftir að litlum markmiðum er náð, það er hvetjandi og skemmtilegt og minnir fólk á því að það er að taka skref í rétta átt. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilsa Áramót Tengdar fréttir Stjörnulífið: „Þvílíkt f-ing ár“ Íslendingar kvöddu árið 2021 um helgina og tóku fagnandi á móti 2022. Bjartsýni og þakklæti einkennir samfélagsmiðla þessa dagana, enda var síðasta ár mörgum erfitt. 3. janúar 2022 12:30 Viðtöl ársins: Missir, ofbeldi, fitusmánun og óþægilegu hlutirnir Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, afbrot, Covid, missi, klám, fyrirtækjarekstur, ferilinn sinn og svona mætti lengi telja. 1. janúar 2022 07:00 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið
Stjörnulífið: „Þvílíkt f-ing ár“ Íslendingar kvöddu árið 2021 um helgina og tóku fagnandi á móti 2022. Bjartsýni og þakklæti einkennir samfélagsmiðla þessa dagana, enda var síðasta ár mörgum erfitt. 3. janúar 2022 12:30
Viðtöl ársins: Missir, ofbeldi, fitusmánun og óþægilegu hlutirnir Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, afbrot, Covid, missi, klám, fyrirtækjarekstur, ferilinn sinn og svona mætti lengi telja. 1. janúar 2022 07:00