„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi. Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34
„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14