„Það er mjög seigt í turninum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2022 19:03 Vindmyllan vill ekki niður, enn. Vísir Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. Rétt fyrir klukkan tvö í dag var fyrsta sprengjan sprengd. Hún felldi ekki vindmylluna og sömu sögu má segja um tilraun tvö, þrjú, fjögur og fimm. Síðasta tilraunin var gerð um klukkan sex í dag. „Við kannski bjuggumt ekkert við að þetta myndi taka þetta margar tilraunir. Það er mjög seigt í turninum. Sprengjusérfræðingarnir, já þetta kom þeim aðeins á óvart, hversu mikið efni hefur þurft. Það er ómögulegt að segja hvort þetta takist í næstu tilraun en við verðum að vona það,“ sagði Bjarki Oddsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamanni okkar, þau hafa staðið vaktina við vindmylluna í dag í nístingskulda ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni. Hlé hefur verið gert á aðgerðum á meðan beðið er eftir frekari sprengjuhleðslum frá Reykjavík en freista á þess að fella vindmylluna í kvöld, enda von á vonskuveðri á Suðurlandi á morgun. Nístingskuldi er á svæðinu og standa vonir til þess að hægt verði að ljúka verkinu sem fyrst. „Það er búið að vera mjög kalt. Það er fallegt veður en átta tímar út í kuldanum, þetta er farið að verða gott,“ segir Bjarki. Fylgjast má með beinni útsendingu frá vindmyllunni hér. Lögreglumál Slökkvilið Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tvö í dag var fyrsta sprengjan sprengd. Hún felldi ekki vindmylluna og sömu sögu má segja um tilraun tvö, þrjú, fjögur og fimm. Síðasta tilraunin var gerð um klukkan sex í dag. „Við kannski bjuggumt ekkert við að þetta myndi taka þetta margar tilraunir. Það er mjög seigt í turninum. Sprengjusérfræðingarnir, já þetta kom þeim aðeins á óvart, hversu mikið efni hefur þurft. Það er ómögulegt að segja hvort þetta takist í næstu tilraun en við verðum að vona það,“ sagði Bjarki Oddsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamanni okkar, þau hafa staðið vaktina við vindmylluna í dag í nístingskulda ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni. Hlé hefur verið gert á aðgerðum á meðan beðið er eftir frekari sprengjuhleðslum frá Reykjavík en freista á þess að fella vindmylluna í kvöld, enda von á vonskuveðri á Suðurlandi á morgun. Nístingskuldi er á svæðinu og standa vonir til þess að hægt verði að ljúka verkinu sem fyrst. „Það er búið að vera mjög kalt. Það er fallegt veður en átta tímar út í kuldanum, þetta er farið að verða gott,“ segir Bjarki. Fylgjast má með beinni útsendingu frá vindmyllunni hér.
Lögreglumál Slökkvilið Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51