Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2022 23:00 Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, tóku fyrstu skóflustunguna. Mynd/Akureyrarbær Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11
Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14