Langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt foktengd Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. janúar 2022 07:50 Alls voru útköll björgunarsveitanna um hundrað talsins í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt hafi verið foktengd. Ekki hafi verið mikið um útköll á hafnarsvæðum eða tengd sjó. Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg
Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26