Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 21:01 Upplýsingar um notendur akstursþjónustu Strætó, eins og kennitölur, nöfn og heimilisföng, eru í höndum netþrjótanna. Vísir/Vilhelm Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna. Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum. Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum.
Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira