Anna Kristine blaðamaður og kattavinur fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2022 11:19 Anna Kristine er fallin frá. Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcakova, blaðamaður og dagskrárgerðarkona, er látin 68 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu fimmtudaginn 6. janúar. Fram kemur í andlátstilkynningu í Morgunblaðinu í dag að Anna Kristine hafi fæðst þann 7. mars 1953 í Reykjavík. Hún var dóttir Miroslavs R. Mikulcák, framkvæmdastjóra í Reykjavík, sem tók upp nafnið Magnús Rafn Magnússon og varð íslenskur ríkisborgari árið 1958, og Elínar Kristjánsdóttur, fyrrverandi deildarritara á Landakotsspítala. Anna Kristine ólst upp við Smáragötu en dvaldi við Straumfjarðará á Snæfellsnesi öll sumrin á æskuárum hennar. Hún gekk í Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands og svo Hagaskóla. Hún lauk námi við Verzlunarskóla Íslands árið 1971. Anna Kristine var verðlaunaður blaðamaður og starfaði á mörgum helstu fjölmiðlum landsins. Hún hóf störf sem blaðamaður árið 1977 og varð hluti af ritstjórnum Vikunnar, DV, Helgarpóstsins og Pressunnar auk þess að ritstýra tímaritum. Hún hóf störf hjá RÚV árið 1991, við Dægurmálaútvarp Rásar 2 til 1996 og eftir það til 1999 var hún með vinsælan útvarpsþátt á Rás 2, Milli mjalta og messu. Þaðan flutti hún með sama þátt yfir á Bylgjuna og var þar í loftinu til 2003. Þá hélt hún úti útvarpsþættinum Kvöldsögur á Bylgjunni. Anna Kristine hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2007 fyrir rannsóknarblaðamennsku. Um var að ræða umfjöllun DV um illan aðbúnað og meðferð barna á vistheimilum á vegum hins opinbera. Í framhaldi af afhjúpuninni skipaði Alþingi rannsóknarnefnd vegna málanna sem varð til þess að á annað þúsund manns hafa fengið greiddar sanngirnisbætur eftir að hafa dvalið á heimilunum sem börn. Anna Kristine var mikill kattavinur og formaður Kattavinafélagsins frá 2011 til 2013. Þá var hún fararstjóri í föðurlandinu Tékklandi og efndi til góðgerðarsamkoma. Þá skrifaði hún bæði bækur og ævisögur. Hún lætur eftir sig uppkomna dóttur, Elísabetu Elínu Úlfsdóttur. Fjölmargir hafa minnst Önnu Kristine undanfarna daga. Félagar úr fjölmiðlum, fólk sem Anna Kristine tók viðtöl við og aðrir sem urðu á vegi hennar á lífsleiðinni. Ómetanleg fyrir ungan blaðamann Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, leitaði í reynslubanka Önnu Kristine árið 2007 þegar hann sem blaðamaður á DV fór árið 2007 að beina sjónum sínum að aðbúnaði barna í Breiðavík. „Ég leitað þá til Önnu sem benti mér þá strax á bók sína, Litróf lífsins, þar sem hún ritaði meðal annars æviþátt Sigurdórs Halldórssonar sjómanns. Þar lýsti hann Breiðavík sem fangabúðum og greindi frá illri meðferð þar en það vakti litla athygli á þeim tíma er bókin kom út, árið 2002. Frásögnin varð mér sem eldmóður og sannfærði mig enn frekar um að þarna hefði ekki aðeins eitthvað vafasamt átt sér stað, heldur væri þarna að finna hryllilegt leyndarmál, leyndarmál sem sjómaðurinn, með aðstoð Önnu, hafði þegar reynt að segja þjóðinni frá,“ segir Valur í minningarorðum á Facebook. Valur Grettisson er ritstjóri Reykjavík Grapevine. „Þegar grein okkar Sigtryggs Ara Jóhannssonar kom út, þar sem við afhjúpuðu trúnaðarskýrslu Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, og ræddum við þolendur sem upplifðu vítisvist á heimilinu, sprakk samfélagið bókstaflega í loft upp, og fljótt varð ljóst að við hefðum rétt svo krafsað í yfirborðið. Anna fór fremst í flokki þeirra sem fylgdu málinu á eftir, og afhjúpuðu samskonar aðstæður á fleiri heimilum, svo fleiri mættu upplifa samskonar réttlæti og þeir sem settir voru á Breiðavík.“ Hann segir hafa verið ómetanlegt fyrir ungan blaðamann að eiga góða vinkonu eins og Önnu Kristíne. Hafði trú á ungum verkfræðingi Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, rifjar upp kynni sín af Önnu Kristine. Sylgja hefur verið áberandi í umræðunni um myglu hér á landi. „Þegar hún tók mig í fyrsta viðtalið gantaðist hún með að ég myndi þakka henni fyrir í minningargrein um hana að hún hefði komið mér á kortið. Þá myndi ég vera orðin þekkt í mínu fagi og ætti fyrirtæki með ráðgjöf í þessum málum,“ segir Sylgja. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir lýðheilsufræðingur er ein þeirra sem minnist Önnu Kristine.Vísir/Vilhelm „Fannst mér þessi káta, ákveðna og fjörlega kona vera með ótrúlegar yfirlýsingar, enda voru rakaskemmdir og mygla í húsum alls ekki viðurkennt sem vandamál á þessum tíma. En hún var viss í sinni sök og sagði að ég hefði allt til að bera til að takast þetta,“ segir Sylgja. Hún hafi verið henni til ráðgjafar vegna rakavandamála. Anna Kristine hafi fylgt því eftir með viðtali við Sylgju í DV, vettvangi sem Sylgja hafi ekki verið hrifin af. Hún hafi þó treyst henni. Fyrirsögnin hafi verið í DV-stíl og rætt um Sveppabanann Sylgju Dögg. „En viðtalið faglega unnið af Önnu og fyrirsögnin stóð þrátt fyrir mín mótmæli. Þá þegar var Hús og heilsa komin á kortið eftir fyrsta útvarpsviðtalið - Hús og heilsa rann síðan inn í EFLU verkfræðistofu 2015 og mitt helsta starf í dag er ráðgjöf og rannsóknir á innivist og rakaskemmdum. Þannig hún Anna vissi hvað hún söng. Hún hvatti mig áfram í gegnum árin og ég var svo lánsöm að fá henni þakkað áður en ég settist niður og skrifa þessi minningar- og þakkarorð sem hún sagði að ég myndi skrifa.“ Hún þakkar Önnu Kristine fyrir samfylgdina, eljuna, styrkinn og bjartsýnina. „Takk fyrir að trúa á mig og hvetja mig áfram, vera þú með þitt stóra hjarta.“ Andlát Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 "Þetta er dimmur dagur“ Samskiptasíðan Facebook hefur bókstaflega logað af sorg hér á landi í dag og í gærkvöldi en strax eftir að fréttir um fráfall Hermanns Gunnarssonar birtust á netmiðlum lét þjóðin ekki á sér standa og kvaddi góðan vin. 5. júní 2013 15:45 Neyðarástand í Kattholti - 300 óskilakisur komu í sumar Stjórn Kattavinafélags Íslands vill beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Neyðarástand ríkir í Kattholti því tæplega 300 óskilakisur komu þangað í sumar. 14. ágúst 2012 23:30 Skammdegið reynist köttunum erfitt Tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, hafa fundist dauðir í mánuðinum en í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. Þetta kemur fram á vef Kattholts. 30. nóvember 2011 13:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fram kemur í andlátstilkynningu í Morgunblaðinu í dag að Anna Kristine hafi fæðst þann 7. mars 1953 í Reykjavík. Hún var dóttir Miroslavs R. Mikulcák, framkvæmdastjóra í Reykjavík, sem tók upp nafnið Magnús Rafn Magnússon og varð íslenskur ríkisborgari árið 1958, og Elínar Kristjánsdóttur, fyrrverandi deildarritara á Landakotsspítala. Anna Kristine ólst upp við Smáragötu en dvaldi við Straumfjarðará á Snæfellsnesi öll sumrin á æskuárum hennar. Hún gekk í Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands og svo Hagaskóla. Hún lauk námi við Verzlunarskóla Íslands árið 1971. Anna Kristine var verðlaunaður blaðamaður og starfaði á mörgum helstu fjölmiðlum landsins. Hún hóf störf sem blaðamaður árið 1977 og varð hluti af ritstjórnum Vikunnar, DV, Helgarpóstsins og Pressunnar auk þess að ritstýra tímaritum. Hún hóf störf hjá RÚV árið 1991, við Dægurmálaútvarp Rásar 2 til 1996 og eftir það til 1999 var hún með vinsælan útvarpsþátt á Rás 2, Milli mjalta og messu. Þaðan flutti hún með sama þátt yfir á Bylgjuna og var þar í loftinu til 2003. Þá hélt hún úti útvarpsþættinum Kvöldsögur á Bylgjunni. Anna Kristine hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2007 fyrir rannsóknarblaðamennsku. Um var að ræða umfjöllun DV um illan aðbúnað og meðferð barna á vistheimilum á vegum hins opinbera. Í framhaldi af afhjúpuninni skipaði Alþingi rannsóknarnefnd vegna málanna sem varð til þess að á annað þúsund manns hafa fengið greiddar sanngirnisbætur eftir að hafa dvalið á heimilunum sem börn. Anna Kristine var mikill kattavinur og formaður Kattavinafélagsins frá 2011 til 2013. Þá var hún fararstjóri í föðurlandinu Tékklandi og efndi til góðgerðarsamkoma. Þá skrifaði hún bæði bækur og ævisögur. Hún lætur eftir sig uppkomna dóttur, Elísabetu Elínu Úlfsdóttur. Fjölmargir hafa minnst Önnu Kristine undanfarna daga. Félagar úr fjölmiðlum, fólk sem Anna Kristine tók viðtöl við og aðrir sem urðu á vegi hennar á lífsleiðinni. Ómetanleg fyrir ungan blaðamann Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, leitaði í reynslubanka Önnu Kristine árið 2007 þegar hann sem blaðamaður á DV fór árið 2007 að beina sjónum sínum að aðbúnaði barna í Breiðavík. „Ég leitað þá til Önnu sem benti mér þá strax á bók sína, Litróf lífsins, þar sem hún ritaði meðal annars æviþátt Sigurdórs Halldórssonar sjómanns. Þar lýsti hann Breiðavík sem fangabúðum og greindi frá illri meðferð þar en það vakti litla athygli á þeim tíma er bókin kom út, árið 2002. Frásögnin varð mér sem eldmóður og sannfærði mig enn frekar um að þarna hefði ekki aðeins eitthvað vafasamt átt sér stað, heldur væri þarna að finna hryllilegt leyndarmál, leyndarmál sem sjómaðurinn, með aðstoð Önnu, hafði þegar reynt að segja þjóðinni frá,“ segir Valur í minningarorðum á Facebook. Valur Grettisson er ritstjóri Reykjavík Grapevine. „Þegar grein okkar Sigtryggs Ara Jóhannssonar kom út, þar sem við afhjúpuðu trúnaðarskýrslu Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, og ræddum við þolendur sem upplifðu vítisvist á heimilinu, sprakk samfélagið bókstaflega í loft upp, og fljótt varð ljóst að við hefðum rétt svo krafsað í yfirborðið. Anna fór fremst í flokki þeirra sem fylgdu málinu á eftir, og afhjúpuðu samskonar aðstæður á fleiri heimilum, svo fleiri mættu upplifa samskonar réttlæti og þeir sem settir voru á Breiðavík.“ Hann segir hafa verið ómetanlegt fyrir ungan blaðamann að eiga góða vinkonu eins og Önnu Kristíne. Hafði trú á ungum verkfræðingi Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, rifjar upp kynni sín af Önnu Kristine. Sylgja hefur verið áberandi í umræðunni um myglu hér á landi. „Þegar hún tók mig í fyrsta viðtalið gantaðist hún með að ég myndi þakka henni fyrir í minningargrein um hana að hún hefði komið mér á kortið. Þá myndi ég vera orðin þekkt í mínu fagi og ætti fyrirtæki með ráðgjöf í þessum málum,“ segir Sylgja. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir lýðheilsufræðingur er ein þeirra sem minnist Önnu Kristine.Vísir/Vilhelm „Fannst mér þessi káta, ákveðna og fjörlega kona vera með ótrúlegar yfirlýsingar, enda voru rakaskemmdir og mygla í húsum alls ekki viðurkennt sem vandamál á þessum tíma. En hún var viss í sinni sök og sagði að ég hefði allt til að bera til að takast þetta,“ segir Sylgja. Hún hafi verið henni til ráðgjafar vegna rakavandamála. Anna Kristine hafi fylgt því eftir með viðtali við Sylgju í DV, vettvangi sem Sylgja hafi ekki verið hrifin af. Hún hafi þó treyst henni. Fyrirsögnin hafi verið í DV-stíl og rætt um Sveppabanann Sylgju Dögg. „En viðtalið faglega unnið af Önnu og fyrirsögnin stóð þrátt fyrir mín mótmæli. Þá þegar var Hús og heilsa komin á kortið eftir fyrsta útvarpsviðtalið - Hús og heilsa rann síðan inn í EFLU verkfræðistofu 2015 og mitt helsta starf í dag er ráðgjöf og rannsóknir á innivist og rakaskemmdum. Þannig hún Anna vissi hvað hún söng. Hún hvatti mig áfram í gegnum árin og ég var svo lánsöm að fá henni þakkað áður en ég settist niður og skrifa þessi minningar- og þakkarorð sem hún sagði að ég myndi skrifa.“ Hún þakkar Önnu Kristine fyrir samfylgdina, eljuna, styrkinn og bjartsýnina. „Takk fyrir að trúa á mig og hvetja mig áfram, vera þú með þitt stóra hjarta.“
Andlát Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 "Þetta er dimmur dagur“ Samskiptasíðan Facebook hefur bókstaflega logað af sorg hér á landi í dag og í gærkvöldi en strax eftir að fréttir um fráfall Hermanns Gunnarssonar birtust á netmiðlum lét þjóðin ekki á sér standa og kvaddi góðan vin. 5. júní 2013 15:45 Neyðarástand í Kattholti - 300 óskilakisur komu í sumar Stjórn Kattavinafélags Íslands vill beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Neyðarástand ríkir í Kattholti því tæplega 300 óskilakisur komu þangað í sumar. 14. ágúst 2012 23:30 Skammdegið reynist köttunum erfitt Tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, hafa fundist dauðir í mánuðinum en í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. Þetta kemur fram á vef Kattholts. 30. nóvember 2011 13:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00
"Þetta er dimmur dagur“ Samskiptasíðan Facebook hefur bókstaflega logað af sorg hér á landi í dag og í gærkvöldi en strax eftir að fréttir um fráfall Hermanns Gunnarssonar birtust á netmiðlum lét þjóðin ekki á sér standa og kvaddi góðan vin. 5. júní 2013 15:45
Neyðarástand í Kattholti - 300 óskilakisur komu í sumar Stjórn Kattavinafélags Íslands vill beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Neyðarástand ríkir í Kattholti því tæplega 300 óskilakisur komu þangað í sumar. 14. ágúst 2012 23:30
Skammdegið reynist köttunum erfitt Tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, hafa fundist dauðir í mánuðinum en í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. Þetta kemur fram á vef Kattholts. 30. nóvember 2011 13:00