Sterkt bakland laðaði Söndru heim: „Skrýtið að vera allt í einu á núllpunkti“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 14:00 Sandra María Jessen fékk tilboð um að leika áfram með Leverkusen en er á leið heim til Akureyrar með þýskum kærasta sínum og fjögurra mánaða dóttur þeirra. Getty og Instagram/@sandram95 „Það er mjög góð tilfinning að vera að koma heim,“ segir Sandra María Jessen sem flytur aftur til Akureyrar á næstunni, nú með þýskan kærasta og nokkurra mánaða dóttur með sér, til að spila með Þór/KA í íslenska fótboltanum. Sandra varð Íslandsmeistari með Þór/KA árin 2012 og 2017, og besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2018 áður en hún gekk í raðir Leverkusen í Þýskalandi. Leverkusen hefur að sjálfsögðu staðið við bakið á Söndru í barneignaleyfinu og henni bauðst nýr samningur hjá félaginu. Sandra fékk sömuleiðis nokkur tilboð frá Íslandi og ákvað að halda heim til Akureyrar, þar sem foreldrar hennar búa og geta veitt nauðsynlegan stuðning. „Ég er búin að vera úti í þrjú ár núna og upplifa ýmislegt, læra og bæta mig helling. Ég eignaðist líka kærasta og barn og kem ríkari heim, og mjög spennt fyrir því sem er fram undan með Þór/KA. Þar er mikið uppbyggingarstarf fram undan, með flottri blöndu af mjög ungum og efnilegum stelpum, nóg af þeim, og okkur nokkrum aðeins eldri og útlendingum,“ segir Sandra. „Strax farin að sjá miklar framfarir í formi“ Sandra eignaðist dóttur 8. september sem ber nafnið Ella Ylví Küster. Ættarnafnið er frá Tom Luca, þýskum kærasta Söndru, sem hún segir spenntan fyrir að prófa líf í öðru landi. Sandra er ekki byrjuð á venjulegum fótboltaæfingum en reiknar með að gera það þegar fjölskyldan flytur til landsins, sennilega í mars. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) „Ég gaf mér góðan tíma eftir að ég átti hana, um það bil þrjá mánuði, í að einbeita mér að mér og Ellu, og aðlagast nýja hlutverkinu. Eftir það byrjaði ég strax að hreyfa mig, hlaupa og gera styrktaræfingar, uppbyggingaræfingar sem ég þarf að gera eftir meðgönguna. Ég er strax farin að sjá miklar framfarir í formi. Ég er ekki komin á þann stað sem ég vil vera á en þetta er allt á réttri leið. Þetta er skrýtið fyrir mig, því ég er sú týpa sem þarf mjög lítið að hafa fyrir því að vera í formi, að vera allt í einu á núllpunkti. En það er bara áskorun fyrir mig og þetta er allt að þróast vel. Ég er ekkert búin að fara í bolta enn og þarf að sjá til hvernig það gengur,“ segir Sandra. Fyrsti leikur Þórs/KA á komandi Íslandsmóti er gegn Breiðabliki í Kópavogi 27. apríl. „Ég reikna með að spila alla vega einhvern hluta undirbúningsímabilsins með liðinu, og fyrir tímabilið ætti maður að vera kominn í gott stand,“ segir Sandra. Samningsboð frá Leverkusen og áhugi fleiri íslenskra félaga Söndru bauðst að vera áfram hjá Leverkusen, eins og fyrr segir: „Það voru fleiri möguleikar. Ég fékk mjög góðan stuðning frá Leverkusen og félagið gerði allt hundrað prósent, eins og maður vill hafa þetta þegar konur eignast börn í fótbolta. Þau buðu mér svo nýjan samning og ætluðu að aðstoða við að finna leikskóla eða pössun fyrir Ellu á meðan að ég væri að æfa. Það var líka áhugi frá nokkrum félögum á Íslandi. Mér fannst mikilvægt, til þess að ég gæti sinnt fótboltanum algjörlega eins og ég vil, að hafa gott fólk í kringum mig og gott bakland. Það hef ég svo sannarlega á Akureyri með Þór/KA og fjölskylduna mína. Það var stór faktor í því að ég ákvað að fara til Íslands og til Þórs/KA en svo eru líka ótrúlega spennandi tímar hjá Þór/KA svo okkur fjölskyldunni leist vel á þetta,“ segir Sandra. Sandra María Jessen í leik með Leverkusen þar sem hún spilaði í þrjú ár.Getty/Ralf Treese „Langelst þarna eins og er“ Sandra gerði samning við Þór/KA sem gildir út tímabilið 2023. Auk hennar hefur Andrea Mist Pálsdóttir snúið aftur til félagsins, og Hulda Ósk Jónsdóttir verður með liðinu allt tímabilið eftir að hún lýkur háskólanámi í Bandaríkjunum í vor. Þó að Sandra verði ekki nema 27 ára síðar í þessum mánuði er hún mun eldri og reyndari en margir liðsfélaganna: „Maður er meðvitaður um að þurfa að nýta reynsluna og aldurinn, þar sem ég er nú langelst þarna eins og er, til að hjálpa leikmönnunum að þróast. Það er ný áskorun fyrir mig og skemmtilegt verkefni – að dreifa minni þekkingu og reyna að fá það mesta út úr stelpunum í kringum mig, svo að Þór/KA verði eins sterkt og mögulegt er næsta sumar.“ Sandra á að baki 31 A-landsleik og skoraði eitt af sex mörkum sínum fyrir landsliðið strax í fyrsta leiknum sumarið 2012, þá aðeins 17 ára gömul. Ísland er á leið á EM í Englandi næsta sumar en er það eitthvað sem að Sandra horfir til? „Í byrjun meðgöngunnar vildi ég setja mér það markmið að taka þátt á EM en þegar á leið og ég kynntist móðurhlutverkinu þá vildi ég verja eins miklum tíma með henni [Ellu] eins og hægt væri. Maður setti sér þá raunhæfari markmið; fyrst og fremst að koma sér á völlinn til að byrja með. Auðvitað er alltaf á bakvið eyrað að EM sé í sumar en það er líka svo mikið af góðum stelpum að koma inn í liðið núna að það er alls ekki sjálfsagt að maður sé með þó að maður sé kominn í stand. EM er þó alltaf á bakvið eyrað.“ Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Sandra varð Íslandsmeistari með Þór/KA árin 2012 og 2017, og besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2018 áður en hún gekk í raðir Leverkusen í Þýskalandi. Leverkusen hefur að sjálfsögðu staðið við bakið á Söndru í barneignaleyfinu og henni bauðst nýr samningur hjá félaginu. Sandra fékk sömuleiðis nokkur tilboð frá Íslandi og ákvað að halda heim til Akureyrar, þar sem foreldrar hennar búa og geta veitt nauðsynlegan stuðning. „Ég er búin að vera úti í þrjú ár núna og upplifa ýmislegt, læra og bæta mig helling. Ég eignaðist líka kærasta og barn og kem ríkari heim, og mjög spennt fyrir því sem er fram undan með Þór/KA. Þar er mikið uppbyggingarstarf fram undan, með flottri blöndu af mjög ungum og efnilegum stelpum, nóg af þeim, og okkur nokkrum aðeins eldri og útlendingum,“ segir Sandra. „Strax farin að sjá miklar framfarir í formi“ Sandra eignaðist dóttur 8. september sem ber nafnið Ella Ylví Küster. Ættarnafnið er frá Tom Luca, þýskum kærasta Söndru, sem hún segir spenntan fyrir að prófa líf í öðru landi. Sandra er ekki byrjuð á venjulegum fótboltaæfingum en reiknar með að gera það þegar fjölskyldan flytur til landsins, sennilega í mars. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) „Ég gaf mér góðan tíma eftir að ég átti hana, um það bil þrjá mánuði, í að einbeita mér að mér og Ellu, og aðlagast nýja hlutverkinu. Eftir það byrjaði ég strax að hreyfa mig, hlaupa og gera styrktaræfingar, uppbyggingaræfingar sem ég þarf að gera eftir meðgönguna. Ég er strax farin að sjá miklar framfarir í formi. Ég er ekki komin á þann stað sem ég vil vera á en þetta er allt á réttri leið. Þetta er skrýtið fyrir mig, því ég er sú týpa sem þarf mjög lítið að hafa fyrir því að vera í formi, að vera allt í einu á núllpunkti. En það er bara áskorun fyrir mig og þetta er allt að þróast vel. Ég er ekkert búin að fara í bolta enn og þarf að sjá til hvernig það gengur,“ segir Sandra. Fyrsti leikur Þórs/KA á komandi Íslandsmóti er gegn Breiðabliki í Kópavogi 27. apríl. „Ég reikna með að spila alla vega einhvern hluta undirbúningsímabilsins með liðinu, og fyrir tímabilið ætti maður að vera kominn í gott stand,“ segir Sandra. Samningsboð frá Leverkusen og áhugi fleiri íslenskra félaga Söndru bauðst að vera áfram hjá Leverkusen, eins og fyrr segir: „Það voru fleiri möguleikar. Ég fékk mjög góðan stuðning frá Leverkusen og félagið gerði allt hundrað prósent, eins og maður vill hafa þetta þegar konur eignast börn í fótbolta. Þau buðu mér svo nýjan samning og ætluðu að aðstoða við að finna leikskóla eða pössun fyrir Ellu á meðan að ég væri að æfa. Það var líka áhugi frá nokkrum félögum á Íslandi. Mér fannst mikilvægt, til þess að ég gæti sinnt fótboltanum algjörlega eins og ég vil, að hafa gott fólk í kringum mig og gott bakland. Það hef ég svo sannarlega á Akureyri með Þór/KA og fjölskylduna mína. Það var stór faktor í því að ég ákvað að fara til Íslands og til Þórs/KA en svo eru líka ótrúlega spennandi tímar hjá Þór/KA svo okkur fjölskyldunni leist vel á þetta,“ segir Sandra. Sandra María Jessen í leik með Leverkusen þar sem hún spilaði í þrjú ár.Getty/Ralf Treese „Langelst þarna eins og er“ Sandra gerði samning við Þór/KA sem gildir út tímabilið 2023. Auk hennar hefur Andrea Mist Pálsdóttir snúið aftur til félagsins, og Hulda Ósk Jónsdóttir verður með liðinu allt tímabilið eftir að hún lýkur háskólanámi í Bandaríkjunum í vor. Þó að Sandra verði ekki nema 27 ára síðar í þessum mánuði er hún mun eldri og reyndari en margir liðsfélaganna: „Maður er meðvitaður um að þurfa að nýta reynsluna og aldurinn, þar sem ég er nú langelst þarna eins og er, til að hjálpa leikmönnunum að þróast. Það er ný áskorun fyrir mig og skemmtilegt verkefni – að dreifa minni þekkingu og reyna að fá það mesta út úr stelpunum í kringum mig, svo að Þór/KA verði eins sterkt og mögulegt er næsta sumar.“ Sandra á að baki 31 A-landsleik og skoraði eitt af sex mörkum sínum fyrir landsliðið strax í fyrsta leiknum sumarið 2012, þá aðeins 17 ára gömul. Ísland er á leið á EM í Englandi næsta sumar en er það eitthvað sem að Sandra horfir til? „Í byrjun meðgöngunnar vildi ég setja mér það markmið að taka þátt á EM en þegar á leið og ég kynntist móðurhlutverkinu þá vildi ég verja eins miklum tíma með henni [Ellu] eins og hægt væri. Maður setti sér þá raunhæfari markmið; fyrst og fremst að koma sér á völlinn til að byrja með. Auðvitað er alltaf á bakvið eyrað að EM sé í sumar en það er líka svo mikið af góðum stelpum að koma inn í liðið núna að það er alls ekki sjálfsagt að maður sé með þó að maður sé kominn í stand. EM er þó alltaf á bakvið eyrað.“
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira