Auður Perla Svansdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2022 07:17 Auður Perla Svansdóttir lengi hjá Actavis en hóf störf hjá Nox Medical árið 2017. Aðsend Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Auður Perla fæddist 6. apríl 1969 í Reykjavík, dóttir Svans Þórs Vilhjálmssonar, lögmanns f. 1939 og d. 2009, og Ingunnar Jensdóttur listakonu f. 1941. Í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar Perlu segir að hún hafi alist upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og gengið þá í Melaskólann. Hún fluttist svo með móður sinni til Hafnar í Hornafirði árið 1979, var í Heppuskóla og lauk grunnskólaprófi 1984. „Þá lagði hún leið sína í Menntaskólann á Laugarvatni, var fyrsti kvenstallarinn þar og varð stúdent árið 1988. Perla lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði hún einnig stund á söngnám og útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz með framhaldspróf í söng árið 2013. Perla starfaði á annan áratug hjá Actavis á gæðarannsóknardeild félagsins og lengst af í stjórnendastöðu. Árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Perla var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Perla var alltaf virk í öllu félagsstarfi og lætur eftir sig stóra fjölskyldu sem mun sakna hennar mikið. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Kjartan Már Ásmundsson f. 1969 og eftirlifandi börn þeirra eru Kolfinna Kjartansdóttir, háskólanemi í félags- og tómstundafræði f. 1993 í sambúð með Arnari Steini Ólafssyni f. 1986, Karitas Kjartansdóttir, meistaranemi í sálfræði f. 1995 og Eiríkur Friðjón Kjartansson, verkfræðinemi f. 2001. Perla lætur einnig eftir sig sjö systkini sem voru henni öll afar náin,“ segir í tilkynningunni. Andlát Kórar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Auður Perla fæddist 6. apríl 1969 í Reykjavík, dóttir Svans Þórs Vilhjálmssonar, lögmanns f. 1939 og d. 2009, og Ingunnar Jensdóttur listakonu f. 1941. Í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar Perlu segir að hún hafi alist upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og gengið þá í Melaskólann. Hún fluttist svo með móður sinni til Hafnar í Hornafirði árið 1979, var í Heppuskóla og lauk grunnskólaprófi 1984. „Þá lagði hún leið sína í Menntaskólann á Laugarvatni, var fyrsti kvenstallarinn þar og varð stúdent árið 1988. Perla lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði hún einnig stund á söngnám og útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz með framhaldspróf í söng árið 2013. Perla starfaði á annan áratug hjá Actavis á gæðarannsóknardeild félagsins og lengst af í stjórnendastöðu. Árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Perla var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Perla var alltaf virk í öllu félagsstarfi og lætur eftir sig stóra fjölskyldu sem mun sakna hennar mikið. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Kjartan Már Ásmundsson f. 1969 og eftirlifandi börn þeirra eru Kolfinna Kjartansdóttir, háskólanemi í félags- og tómstundafræði f. 1993 í sambúð með Arnari Steini Ólafssyni f. 1986, Karitas Kjartansdóttir, meistaranemi í sálfræði f. 1995 og Eiríkur Friðjón Kjartansson, verkfræðinemi f. 2001. Perla lætur einnig eftir sig sjö systkini sem voru henni öll afar náin,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Kórar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira