Yfirvöld segja 225 hafa fallið í óeirðum í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:08 Saksóknarar í Kasakstan segja að 225 hafi fallið í óeirðum þar í landi í byrjun mánaðar. Getty/Pavel Pavlov Yfirvöld í Kasakstan segja 225 hafa fallið í óeirðum í landinu í síðustu viku. Þar á meðal hafi verið 19 meðlimir öryggissveita. Líkamsleifar hinna föllnu voru fluttar í líkhús um landið allt í dag þar sem á að búa þau undir greftrun. Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi. Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi.
Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02
Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43