Vindlar, inniskór og Tekinn á DVD meðal vinninga sem Steindi tók úr geymslunni heima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 23:32 Steindi fann Tekinn á DVD í geymslunni heima og ákvað að gefa hann í bingóinu í kvöld. Vísir Í tíu manna samkomubanni getur verið erfitt að skemmta sér þegar krám og skemmtistöðum hefur verið lokað og leikhúsin í biðstöðu. Það var þó nóg um að vera í kvöld en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stjórnuðu nýársbingói FM95BLÖ sem var sýnt í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan: FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan:
FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12