Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:22 Breytingin tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54
„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45