Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 08:40 Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ sem send var á fjölmiðla í morgun vegna málsins segir að framkvæmdastjórnin sé slegin vegna þeirrar stöðu sem sé komin upp. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segist stjórnin harma þann farveg sem málið sé komið í, líkt og það er orðað í yfirlýsingunni. Segir stjórnin að reynt hafi verið að útskýra fyrir Sjúkratryggingum Íslands hvernig verklagi hafi verið áttað, en að svo virðist sem að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra skýringa. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur lengi kallað eftir samráðsvettvangi SÁÁ og SÍ, eins og skýrt er kveðið á um í samningi. Hún hefur einnig kallað eftir leiðbeiningum eða lausn svo hægt sé að veita lögbundna og nauðsynlega þjónustu við þær krefjandi aðstæður sem samkomutakmarkanir eru. Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni.“ Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ sem send var á fjölmiðla í morgun vegna málsins segir að framkvæmdastjórnin sé slegin vegna þeirrar stöðu sem sé komin upp. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segist stjórnin harma þann farveg sem málið sé komið í, líkt og það er orðað í yfirlýsingunni. Segir stjórnin að reynt hafi verið að útskýra fyrir Sjúkratryggingum Íslands hvernig verklagi hafi verið áttað, en að svo virðist sem að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra skýringa. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur lengi kallað eftir samráðsvettvangi SÁÁ og SÍ, eins og skýrt er kveðið á um í samningi. Hún hefur einnig kallað eftir leiðbeiningum eða lausn svo hægt sé að veita lögbundna og nauðsynlega þjónustu við þær krefjandi aðstæður sem samkomutakmarkanir eru. Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni.“
Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27