Senegal endar á toppi riðilsins með fimm stig, en liðið skoraði aðeins eitt mark í öllum þremur leikjunum. Það mark skoraði Sadio Mane af vítapunktinum á sjöundu mínútu uppbótartíma gegn Simbabve, en hinir tveir leikir liðsins enduðu með markalausu jafntefli.
FULL-TIME ⏰#TeamMalawi 0-0 #TeamSenegal
— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022
The Lions of Teranga are off to the knockout-stage! 🔝#TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #MWISEN pic.twitter.com/yin5Nw2M7t
Þar sem að leikur Senegal og Malaví endaði með jafntefli átti Gínea möguleika á því að stela toppsæti riðilsins með sigri gegn Simbabve.
Það var þó botnlið Simbabve sem tók forystuna á 26. mínútu með marki frá Knowledge Musona, og Kudakwashe Mahachi tvöfaldaði forskotið stuttu fyrir hálfleik.
Liverpoolmaðurinn Naby Keita minnkaði muninn fyrir Gíneu snemma í síðari hálfleik, en það dugði ekki til og niðurstaðan varð 2-1 sigur Simbabve.
Gínea endar því í öðru sæti B-riðils með fjögur stig og er á leið í 16-liða úrslit. Liðið má þakka fyrir að Malaví hafi ekki stolið sigrinum gegn Senegal, því það hefði þýtt að Malaví væri á leið í 16-liða úrslit á kostnað þeirra.
Malaví er þó eins og staðan er núna á leið í 16-liða úrslit sem eitt af þeim liðum sem náði í flest stig í þriðja sæti.