Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 16:29 Fjölmiðlar ytra eru á einu máli um að þessi kaup, ef af þeim verður, muni kollvarpa leikjaiðnaðinum. EPA/MICHAEL NELSON Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. Verðmiði Activision Blizzard er 68,7 milljarðar dala, sem samsvarar tæplega níu þúsund milljörðum króna. Fjölmiðlar ytra eru á einu máli um að þessi kaup, ef af þeim verður, muni kollvarpa leikjaiðnaðinum, sem er einn sá stærsti í heiminum og hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum. Financial Times líkir kaupunum við sprengju og segir að samningurinn verði mögulega einn áhrifamesti kaupsamningur leikjageirans á komandi árum. Til marks um það þá hefur verðmæti hlutabréfa Sony, helsta samkeppnisaðila Microsoft á markaði leikja og leikjatölva lækkað um meira en tólf prósent frá því kaupin voru tilkynnt í gær. Í frétt CNBC segir að það sé að miklu leyti vegna áhyggja fjárfesta af því að Microsoft muni gera mjög vinsæla leiki óaðgengilega í leikjatölvum Sony. Allt á Game Pass Kotaku sagði frá því í gær að forsvarsmenn Microsoft ætluðu sér að koma eins mörgum leikjum Activision Blizzard inn í Game Pass-áskrift fyrirtækisins og hægt væri. Það er þjónusta þar sem notendur greiða mánaðarlegt gjald til að fá aðgang að fjölmörgum leikjum í eigu Microsoft. Það gæti breytt miklu í leikjatölvu-landslaginu ef, til dæmis, Call of Duty leikirnir yrðu eingöngu spilanlegir á xBox og PC tölvur. Leikirnir njóta gífurlegra vinsælda á heimsvísu. Benda má á að næstu leikir ZeniMax, eins og Starfield frá Bethesda, verður ekki gefinn út á PlayStation. Hann verður eingöngu fáanlegur í PC og xBox. Eiga fjölmarga vinsæla söguheima Activision Blizzard hafði sjálft orðið til úr samruna tiltölulega stórra leikjafyrirtækja og inniheldur útgáfufélagið fjölmarga leikjaframleiðendur. Með í kaupunum fylgja vinsælir leikir eins og Call of Duty, World of Warcraft, Diablo, Starcraft, Candy Crush, Overwatch og fleiri. Í tilkynningu frá Microsoft kom fram að rúmlega 25 milljónir manna væru Game Pass áskrifendur og að nærri því 400 milljónir manna frá 190 löndum spiluðu leiki AB í hverjum mánuði. Með tilliti til tekna yrði fyrir sameinað fyrirtæki það þriðja stærsta í heiminum á eftir Tencent og Sony. Áður hafði Microsoft keypt útgáfufélagið ZeniMax Media en því fylgdu framleiðendur eins og Bethesda Game Studios, ZeniMax Online Studios, id Software, Arkane Studios og fleiri. Einnig fylgdu leikir eins og Fallout, Elder Scrolls, Dishonored, Wolfenstein, Doom, Quake og fleiri. Þá var verðmiðinn 7,5 milljarðar dala. Hafa keypt fjölmörg fyrirtæki Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið 343 Industries, sem er hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. The Coalition sem gerði Gears of War leikina. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsitidan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Meiri aðkoma að framtíð leikja og internetsins Satya Nadella, forstjóri Microsoft, sagði í gær að leikjaspilun væri mest spennandi geir skemmtanaiðnaðarins í dag og myndi eiga stóran sess í þróun internetsins og svokallaðs Metaverse á komandi árum. Hann sagði Microsoft vera að fjárfesta í fleiri krikum næstu kynslóðar internetsins og skýjalausnum til að byggja nýja öld leikjaspilunar. Eins og fram kemur í grein Washington Post, þar sem fjallað er um kaup Microsoft á Activision Blizzard, eru kaupin að hluta til komin til vegna þess hvernig leikir hafi þróast. Þeir séu hættir að vera bara afþreying og séu orðnir vettvangur þar sem leikjaspilarar „hittast“ og eiga góðar stundir saman, eða slæmar, eftir því hvernig þeim gengur. Forsvarsmenn Microsoft reyndu í fyrra að kaupa fyrirtækið Discord, sem rekur stafrænan samkomustað með sama nafni. Viðræður um kaupin náðu langt en skiluðu ekki árangri. Með kaupunum á Activision Blizzard mun Microsoft hafa mikið um það að segja hvernig tölvuleikir munu þróast sem afþreyingarefni og vettvangur fyrir samkomur og samskipti. Microsoft Sony Leikjavísir Tengdar fréttir Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Starfsmenn leikjarisans Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims, ætla að leggja niður störf á morgun. Þeir krefjast þess að Bobby Kotick, forstjóri fyrirtækisins til langs tíma, verði rekinn. 16. nóvember 2021 18:57 Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7. janúar 2022 08:00 Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. 21. desember 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. Verðmiði Activision Blizzard er 68,7 milljarðar dala, sem samsvarar tæplega níu þúsund milljörðum króna. Fjölmiðlar ytra eru á einu máli um að þessi kaup, ef af þeim verður, muni kollvarpa leikjaiðnaðinum, sem er einn sá stærsti í heiminum og hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum. Financial Times líkir kaupunum við sprengju og segir að samningurinn verði mögulega einn áhrifamesti kaupsamningur leikjageirans á komandi árum. Til marks um það þá hefur verðmæti hlutabréfa Sony, helsta samkeppnisaðila Microsoft á markaði leikja og leikjatölva lækkað um meira en tólf prósent frá því kaupin voru tilkynnt í gær. Í frétt CNBC segir að það sé að miklu leyti vegna áhyggja fjárfesta af því að Microsoft muni gera mjög vinsæla leiki óaðgengilega í leikjatölvum Sony. Allt á Game Pass Kotaku sagði frá því í gær að forsvarsmenn Microsoft ætluðu sér að koma eins mörgum leikjum Activision Blizzard inn í Game Pass-áskrift fyrirtækisins og hægt væri. Það er þjónusta þar sem notendur greiða mánaðarlegt gjald til að fá aðgang að fjölmörgum leikjum í eigu Microsoft. Það gæti breytt miklu í leikjatölvu-landslaginu ef, til dæmis, Call of Duty leikirnir yrðu eingöngu spilanlegir á xBox og PC tölvur. Leikirnir njóta gífurlegra vinsælda á heimsvísu. Benda má á að næstu leikir ZeniMax, eins og Starfield frá Bethesda, verður ekki gefinn út á PlayStation. Hann verður eingöngu fáanlegur í PC og xBox. Eiga fjölmarga vinsæla söguheima Activision Blizzard hafði sjálft orðið til úr samruna tiltölulega stórra leikjafyrirtækja og inniheldur útgáfufélagið fjölmarga leikjaframleiðendur. Með í kaupunum fylgja vinsælir leikir eins og Call of Duty, World of Warcraft, Diablo, Starcraft, Candy Crush, Overwatch og fleiri. Í tilkynningu frá Microsoft kom fram að rúmlega 25 milljónir manna væru Game Pass áskrifendur og að nærri því 400 milljónir manna frá 190 löndum spiluðu leiki AB í hverjum mánuði. Með tilliti til tekna yrði fyrir sameinað fyrirtæki það þriðja stærsta í heiminum á eftir Tencent og Sony. Áður hafði Microsoft keypt útgáfufélagið ZeniMax Media en því fylgdu framleiðendur eins og Bethesda Game Studios, ZeniMax Online Studios, id Software, Arkane Studios og fleiri. Einnig fylgdu leikir eins og Fallout, Elder Scrolls, Dishonored, Wolfenstein, Doom, Quake og fleiri. Þá var verðmiðinn 7,5 milljarðar dala. Hafa keypt fjölmörg fyrirtæki Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið 343 Industries, sem er hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. The Coalition sem gerði Gears of War leikina. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsitidan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Meiri aðkoma að framtíð leikja og internetsins Satya Nadella, forstjóri Microsoft, sagði í gær að leikjaspilun væri mest spennandi geir skemmtanaiðnaðarins í dag og myndi eiga stóran sess í þróun internetsins og svokallaðs Metaverse á komandi árum. Hann sagði Microsoft vera að fjárfesta í fleiri krikum næstu kynslóðar internetsins og skýjalausnum til að byggja nýja öld leikjaspilunar. Eins og fram kemur í grein Washington Post, þar sem fjallað er um kaup Microsoft á Activision Blizzard, eru kaupin að hluta til komin til vegna þess hvernig leikir hafi þróast. Þeir séu hættir að vera bara afþreying og séu orðnir vettvangur þar sem leikjaspilarar „hittast“ og eiga góðar stundir saman, eða slæmar, eftir því hvernig þeim gengur. Forsvarsmenn Microsoft reyndu í fyrra að kaupa fyrirtækið Discord, sem rekur stafrænan samkomustað með sama nafni. Viðræður um kaupin náðu langt en skiluðu ekki árangri. Með kaupunum á Activision Blizzard mun Microsoft hafa mikið um það að segja hvernig tölvuleikir munu þróast sem afþreyingarefni og vettvangur fyrir samkomur og samskipti.
Microsoft Sony Leikjavísir Tengdar fréttir Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Starfsmenn leikjarisans Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims, ætla að leggja niður störf á morgun. Þeir krefjast þess að Bobby Kotick, forstjóri fyrirtækisins til langs tíma, verði rekinn. 16. nóvember 2021 18:57 Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7. janúar 2022 08:00 Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. 21. desember 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Starfsmenn leikjarisans Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims, ætla að leggja niður störf á morgun. Þeir krefjast þess að Bobby Kotick, forstjóri fyrirtækisins til langs tíma, verði rekinn. 16. nóvember 2021 18:57
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01
Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7. janúar 2022 08:00
Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. 21. desember 2021 07:01