„Ég er að fara deyja ef ég held þessu áfram“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2022 10:30 Brynjar Steinn er þekktur sem Binni Glee og er samfélagsmiðlastjarna. Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktu sem Binni Glee, greindi frá því á dögunum að hann glímir við matarfíkn á lokastigi og lotugræðgi. Hann hefur alla tíð átt í óheilbrigðu sambandi við mat og var farinn að borða þar til hann ældi sem þróaðist yfir í lotugræðgi. Binni vill opna umræðuna um matarfíkn og hættunni sem fylgir sjúkdómnum. Hann vill ná tökum á heilsunni, að ná að anda betur og líða vel í eigin líkama. Eva Laufey ræddi við Binna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Þú hættir ekki að hugsa um mat allan sólarhringinn og bara borðar yfir þig og þetta er bara sjúkdómur. Þú hættir bara ekki að hugsa um mat. Þú ert alltaf að pæla í því hvað þú ætlar að borða um kvöldið og hvenær sem er. Svo borðar maður yfir sig og svo líður manni svo illa eftir á.“ Binni segist alltaf hafa verið í ofþyngd alveg frá því að hann var yngri. „Ég hef alltaf sagt við fólk að ég væri með matarfíkn án þess að vera greindur með það. Ég fór á einn fund í fyrra til að reyna fá hjálp og fór á einn Zoom fund og mér fannst þetta svo vandræðalegt að ég meikaði þetta ekki. Ég reyndi að fara á ketó aftur á dögunum og reyndi það í þrjá daga en gafst upp, fór út í búð og keypti ógeðslega mikið af mat. Borðaði allt á klukkutíma. Eftir það lagðist ég upp í rúm og hugsaði ég, ég er að fara deyja ef ég held þessu áfram.“ Sjokk að vera greindur með lotugræðgi Binni leitaði sér hjálpar núna í janúar. „Ég er þannig manneskja að ég þarf alltaf að skrifa það sem ég ætla mér og því tísti ég og það fór viral. Ég get þá ekki bakkað út. Ég hafði samband við MFM-miðstöðina og var greindur með matarfíkn á lokastigi og líka búlimíu. Ég var meira í sjokki yfir því að greinast með búlimíu. Það byrjaði í október í fyrra þegar ég borðaði allt of mikið og svo allt í einu æli ég upp matnum á pítsakassann. Svo heldur þetta bara áfram að gerast. Mér leið alveg vel eftir þetta. Það var gott að geta fengið sér mikið að borða og æla svo. Ég fór stundum á veitingastaði og fór síðan inn á klósett og ældi. Ég er að fara á sextán vikna námskeið þar sem ég fæ aðstoð. Þetta er bara heilinn og það þarf bara að laga heilann,“ segir Binni. Binni segist gera sér grein fyrir því að þetta sé hættulegt. „Ég veit alveg að það er hægt að deyja úr búlimíu. Mamma mín fékk alveg sjokk þegar ég sagði henni frá þessu. Sumir vinir mínir vissu alveg að ég væri að æla og allir eru ánægðir að ég sé að leita mér hjálpar núna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Fíkn Tengdar fréttir „Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur gefið út yfirlýsingu um það að hann ætli að leita sér aðstoðar við matarfíkn sem sé að drepa hann. Matarfíknin hefur ágerst hjá honum síðustu mánuði og núna finnst honum vera kominn tími til þess að fá aðstoð. 11. janúar 2022 07:00 „Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“ Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum. 19. október 2021 12:30 Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32 Raunverulega ástæðan fyrir því að Binni hættir ekki á ketó Í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröðar Æði, fór Patrekur Jaime í heimsókn í nýju íbúðina hans Binna Glee. Talið barst meðal annars að ketó mataræðinu sem Binni hefur fylgt að mestu síðustu tvö ár. 10. september 2021 19:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Hann hefur alla tíð átt í óheilbrigðu sambandi við mat og var farinn að borða þar til hann ældi sem þróaðist yfir í lotugræðgi. Binni vill opna umræðuna um matarfíkn og hættunni sem fylgir sjúkdómnum. Hann vill ná tökum á heilsunni, að ná að anda betur og líða vel í eigin líkama. Eva Laufey ræddi við Binna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Þú hættir ekki að hugsa um mat allan sólarhringinn og bara borðar yfir þig og þetta er bara sjúkdómur. Þú hættir bara ekki að hugsa um mat. Þú ert alltaf að pæla í því hvað þú ætlar að borða um kvöldið og hvenær sem er. Svo borðar maður yfir sig og svo líður manni svo illa eftir á.“ Binni segist alltaf hafa verið í ofþyngd alveg frá því að hann var yngri. „Ég hef alltaf sagt við fólk að ég væri með matarfíkn án þess að vera greindur með það. Ég fór á einn fund í fyrra til að reyna fá hjálp og fór á einn Zoom fund og mér fannst þetta svo vandræðalegt að ég meikaði þetta ekki. Ég reyndi að fara á ketó aftur á dögunum og reyndi það í þrjá daga en gafst upp, fór út í búð og keypti ógeðslega mikið af mat. Borðaði allt á klukkutíma. Eftir það lagðist ég upp í rúm og hugsaði ég, ég er að fara deyja ef ég held þessu áfram.“ Sjokk að vera greindur með lotugræðgi Binni leitaði sér hjálpar núna í janúar. „Ég er þannig manneskja að ég þarf alltaf að skrifa það sem ég ætla mér og því tísti ég og það fór viral. Ég get þá ekki bakkað út. Ég hafði samband við MFM-miðstöðina og var greindur með matarfíkn á lokastigi og líka búlimíu. Ég var meira í sjokki yfir því að greinast með búlimíu. Það byrjaði í október í fyrra þegar ég borðaði allt of mikið og svo allt í einu æli ég upp matnum á pítsakassann. Svo heldur þetta bara áfram að gerast. Mér leið alveg vel eftir þetta. Það var gott að geta fengið sér mikið að borða og æla svo. Ég fór stundum á veitingastaði og fór síðan inn á klósett og ældi. Ég er að fara á sextán vikna námskeið þar sem ég fæ aðstoð. Þetta er bara heilinn og það þarf bara að laga heilann,“ segir Binni. Binni segist gera sér grein fyrir því að þetta sé hættulegt. „Ég veit alveg að það er hægt að deyja úr búlimíu. Mamma mín fékk alveg sjokk þegar ég sagði henni frá þessu. Sumir vinir mínir vissu alveg að ég væri að æla og allir eru ánægðir að ég sé að leita mér hjálpar núna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Fíkn Tengdar fréttir „Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur gefið út yfirlýsingu um það að hann ætli að leita sér aðstoðar við matarfíkn sem sé að drepa hann. Matarfíknin hefur ágerst hjá honum síðustu mánuði og núna finnst honum vera kominn tími til þess að fá aðstoð. 11. janúar 2022 07:00 „Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“ Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum. 19. október 2021 12:30 Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32 Raunverulega ástæðan fyrir því að Binni hættir ekki á ketó Í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröðar Æði, fór Patrekur Jaime í heimsókn í nýju íbúðina hans Binna Glee. Talið barst meðal annars að ketó mataræðinu sem Binni hefur fylgt að mestu síðustu tvö ár. 10. september 2021 19:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
„Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur gefið út yfirlýsingu um það að hann ætli að leita sér aðstoðar við matarfíkn sem sé að drepa hann. Matarfíknin hefur ágerst hjá honum síðustu mánuði og núna finnst honum vera kominn tími til þess að fá aðstoð. 11. janúar 2022 07:00
„Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“ Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum. 19. október 2021 12:30
Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32
Raunverulega ástæðan fyrir því að Binni hættir ekki á ketó Í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröðar Æði, fór Patrekur Jaime í heimsókn í nýju íbúðina hans Binna Glee. Talið barst meðal annars að ketó mataræðinu sem Binni hefur fylgt að mestu síðustu tvö ár. 10. september 2021 19:00