„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. janúar 2022 11:30 Innblásturinn er óræður hjá listamanninum Baldvini Einarssyni. Vilhelm Gunnarsson/Vísir Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. Baldvin er búsettur í Antwerp, Belgíu og kláraði þar mastersgráðu í myndlist við Royal Academy of Fine Arts. Hann er nú með sýninguna Op í D sal Hafnarhússins sem lýkur á morgun, sunnudag 23. janúar, en sýningin einkennist af ýmsum valmöguleikum staðsettum fyrir ofan op sem minna á bréfalúgur. „Ég var að hjóla og ég sá bréfalúgu. Það stóð eitthvað svona „No Fear“ fyrir ofan bréfalúguna og mér fannst það skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu,“ segir Baldvin. Hann segir erfitt að staðsetja nákvæmlega hvaðan innblásturinn kemur í listsköpun sinni. Eitthvað í umhverfinu geti til dæmis gripið hann og svo komið fram sem hugmynd síðar en hjá Baldvini spilar teikningin veigamikið hlutverk í að koma hugmyndunum áleiðis. „Oft eru hugmyndir þannig að maður sér bara eitthvað og án þess að vita alveg af hverju þá er eitthvað þar sem þarf að rannsaka. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvaðan hlutirnir koma en í gegnum teikningu eða einhvers konar leik á vinnustofu þá koma upp hlutir sem maður hefur orðið vitni að eða lesið um eða eitthvað, þeir eru svífandi þarna einhversstaðar og svo í vinnu þá koma þeir fram. Það er ekki endilega eitthvað sem ég leita í og fæ beint innblástur heldur síast hann inn og svo koma þessir hlutir út, yfirleitt í gegnum teikningu hjá mér.“ Hér má sjá þáttinn KÚNST í heild sinni: Klippa: KÚNST - Baldvin Einarsson Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Menning Myndlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Baldvin er búsettur í Antwerp, Belgíu og kláraði þar mastersgráðu í myndlist við Royal Academy of Fine Arts. Hann er nú með sýninguna Op í D sal Hafnarhússins sem lýkur á morgun, sunnudag 23. janúar, en sýningin einkennist af ýmsum valmöguleikum staðsettum fyrir ofan op sem minna á bréfalúgur. „Ég var að hjóla og ég sá bréfalúgu. Það stóð eitthvað svona „No Fear“ fyrir ofan bréfalúguna og mér fannst það skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu,“ segir Baldvin. Hann segir erfitt að staðsetja nákvæmlega hvaðan innblásturinn kemur í listsköpun sinni. Eitthvað í umhverfinu geti til dæmis gripið hann og svo komið fram sem hugmynd síðar en hjá Baldvini spilar teikningin veigamikið hlutverk í að koma hugmyndunum áleiðis. „Oft eru hugmyndir þannig að maður sér bara eitthvað og án þess að vita alveg af hverju þá er eitthvað þar sem þarf að rannsaka. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvaðan hlutirnir koma en í gegnum teikningu eða einhvers konar leik á vinnustofu þá koma upp hlutir sem maður hefur orðið vitni að eða lesið um eða eitthvað, þeir eru svífandi þarna einhversstaðar og svo í vinnu þá koma þeir fram. Það er ekki endilega eitthvað sem ég leita í og fæ beint innblástur heldur síast hann inn og svo koma þessir hlutir út, yfirleitt í gegnum teikningu hjá mér.“ Hér má sjá þáttinn KÚNST í heild sinni: Klippa: KÚNST - Baldvin Einarsson Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Menning Myndlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira