Fimm „vel hæfir“ umsækjendur verið teknir í viðtöl í ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 07:25 Alls sóttu fjórtán um stöðu embættis forstjóra Landspítala þegar staðan var auglýst laus til umsóknar í haust. Vísir/Vilhelm Fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala, sem taldir eru „vel hæfir“ af hæfnisnefnd, hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ráðningarferlinu er ekki lokið. Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42