Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2022 09:18 Af skilaboðum sem konan afhenti Stundinni að dæma hafði Einar frumkvæði að samtali um kynlíf gegn greiðslu, öfugt við það sem hann sagði í yfirlýsingu sinni í gær. Vísir/Vilhelm Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. Einar sagði af sér í gær sem formaður SÁÁ og sagði í yfirlýsingu frá honum að ástæðan væri sú að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem boðið hafi verið upp á kynlíf gegn greiðslu. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ segir Einar í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Stundin ræddi við konu, sem stundaði vændi um nokkurra ára skeið til að fjármagna eiturlyfjaneyslu, sem segir Einar hafa keypt af sér vændi. Máli sínu til stuðnings afhendir hún skjáskot af samskiptum sem hún átti í við Einar á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma var Einar í framkvæmdastjórn SÁÁ. Af samskiptunum má sjá að Einar hafði frumkvæði að þeim, en þann 8. nóvember 2016 sendir Einar henni skilaboð: „Sæl, býður þú uppá heimsóknir $.“ Konan segir í samtali við Stundina að hún hafi á þessum árum verið í mikilli neyslu eftir erfið veikindi. Hún hafi misst vinnuna og verið mjög veik en verið skráð á Einkamál.is. Í gegn um vefsíðuna hafi karlmaður haft við hana samband og spurt hvort hún myndi þiggja greiðslu fyrir kynlíf og í örvæntingu sinni hafi hún samþykkt boðið. Í kjölfarið hafi hún búið til Facebook-síðu til þess að menn gætu haft við hana samband, svo hún gæti fjármagnað neysluna. Skilaboðin sem konan leggur fram sýna að Einar hafi átt í samskiptum við hana alveg fram í ágúst 2018. Hér að neðan má lesa samskiptin sem fóru fram á milli Einars og konunnar, og eru sýnd í frétt Stundarinnar: Skilaboð send 8.-12. nóvember 2016Einar: sæl, býður þú uppá heimsóknir $ x: Hæ :) Mér líst vel á þig og er til í að spjalla.... Vil samt áður vita hver benti þér á mig :) Vil vera varkár og vona að þú skiljir það. Einar: hæ, sá þinn prófile á fb, þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað Skilaboð send 7.-22. ágúst 2018Einar: Hæ x: Hæ :) Ég er laus núna og næstu daga Einar: Long time... á morgun eftir hádegi? x: Já kl. 13:00 á morgun? Eða ertu með óskatíma? Einar: 13.00 fínt x: .... 30þ ..... Heyri kannski í þér um kl. 12.00 til að staðfesta ;) Einar: Ok, hlakka til x: Sömuleiðis <3 Skilaboð send 2. desember 2016Einar: Sömuleiðis x: Ég er ready ;) Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín x: ok Einar: Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel Landlækni og meðlimi í framkvæmdastjórn SÁÁ tilkynnt um málið árið 2020 Hún hafi farið í meðferð á Vogi fyrir nokkrum árum og í kjölfarið áttað sig á því að hún þyrfti mikla aðstoð til þess að halda sér edrú. Hún hafi á einhverjum tímapunkti íhugað að kæra Einar vegna málsins, til þess að forða öðrum konum hjá SÁÁ frá sambærilegri upplifun, en guggnað vegna álags. Málið hafi verið tilkynnt Embætti landlæknis árið 2020 og heilbrigðisstarfsmaður svarað í tölvupósti að málið ætti að fara í farveg. Ekki sé þó ljóst í hvaða farveg málið fór hjá landlækni. Á sama tíma og málið hafi verið tilkynnt til Landlæknis hafi Einar verið í formannsframboði innan SÁÁ, en hann var kjörinn formaður árið 2020. Fram kemur í frétt Stundarinnar að hún hafi einnig heimildir fyrir því að manneskju í framkvæmdastjórn SÁÁ hafi verið gert viðvart um vændiskaupin fyrir tæpum tveimur árum. Af því sem Stundin komi næst hafi ekkert verið aðhafst í málinu. Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Vændi Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Einar sagði af sér í gær sem formaður SÁÁ og sagði í yfirlýsingu frá honum að ástæðan væri sú að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem boðið hafi verið upp á kynlíf gegn greiðslu. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ segir Einar í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Stundin ræddi við konu, sem stundaði vændi um nokkurra ára skeið til að fjármagna eiturlyfjaneyslu, sem segir Einar hafa keypt af sér vændi. Máli sínu til stuðnings afhendir hún skjáskot af samskiptum sem hún átti í við Einar á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma var Einar í framkvæmdastjórn SÁÁ. Af samskiptunum má sjá að Einar hafði frumkvæði að þeim, en þann 8. nóvember 2016 sendir Einar henni skilaboð: „Sæl, býður þú uppá heimsóknir $.“ Konan segir í samtali við Stundina að hún hafi á þessum árum verið í mikilli neyslu eftir erfið veikindi. Hún hafi misst vinnuna og verið mjög veik en verið skráð á Einkamál.is. Í gegn um vefsíðuna hafi karlmaður haft við hana samband og spurt hvort hún myndi þiggja greiðslu fyrir kynlíf og í örvæntingu sinni hafi hún samþykkt boðið. Í kjölfarið hafi hún búið til Facebook-síðu til þess að menn gætu haft við hana samband, svo hún gæti fjármagnað neysluna. Skilaboðin sem konan leggur fram sýna að Einar hafi átt í samskiptum við hana alveg fram í ágúst 2018. Hér að neðan má lesa samskiptin sem fóru fram á milli Einars og konunnar, og eru sýnd í frétt Stundarinnar: Skilaboð send 8.-12. nóvember 2016Einar: sæl, býður þú uppá heimsóknir $ x: Hæ :) Mér líst vel á þig og er til í að spjalla.... Vil samt áður vita hver benti þér á mig :) Vil vera varkár og vona að þú skiljir það. Einar: hæ, sá þinn prófile á fb, þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað Skilaboð send 7.-22. ágúst 2018Einar: Hæ x: Hæ :) Ég er laus núna og næstu daga Einar: Long time... á morgun eftir hádegi? x: Já kl. 13:00 á morgun? Eða ertu með óskatíma? Einar: 13.00 fínt x: .... 30þ ..... Heyri kannski í þér um kl. 12.00 til að staðfesta ;) Einar: Ok, hlakka til x: Sömuleiðis <3 Skilaboð send 2. desember 2016Einar: Sömuleiðis x: Ég er ready ;) Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín x: ok Einar: Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel Landlækni og meðlimi í framkvæmdastjórn SÁÁ tilkynnt um málið árið 2020 Hún hafi farið í meðferð á Vogi fyrir nokkrum árum og í kjölfarið áttað sig á því að hún þyrfti mikla aðstoð til þess að halda sér edrú. Hún hafi á einhverjum tímapunkti íhugað að kæra Einar vegna málsins, til þess að forða öðrum konum hjá SÁÁ frá sambærilegri upplifun, en guggnað vegna álags. Málið hafi verið tilkynnt Embætti landlæknis árið 2020 og heilbrigðisstarfsmaður svarað í tölvupósti að málið ætti að fara í farveg. Ekki sé þó ljóst í hvaða farveg málið fór hjá landlækni. Á sama tíma og málið hafi verið tilkynnt til Landlæknis hafi Einar verið í formannsframboði innan SÁÁ, en hann var kjörinn formaður árið 2020. Fram kemur í frétt Stundarinnar að hún hafi einnig heimildir fyrir því að manneskju í framkvæmdastjórn SÁÁ hafi verið gert viðvart um vændiskaupin fyrir tæpum tveimur árum. Af því sem Stundin komi næst hafi ekkert verið aðhafst í málinu.
Skilaboð send 8.-12. nóvember 2016Einar: sæl, býður þú uppá heimsóknir $ x: Hæ :) Mér líst vel á þig og er til í að spjalla.... Vil samt áður vita hver benti þér á mig :) Vil vera varkár og vona að þú skiljir það. Einar: hæ, sá þinn prófile á fb, þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað
Skilaboð send 7.-22. ágúst 2018Einar: Hæ x: Hæ :) Ég er laus núna og næstu daga Einar: Long time... á morgun eftir hádegi? x: Já kl. 13:00 á morgun? Eða ertu með óskatíma? Einar: 13.00 fínt x: .... 30þ ..... Heyri kannski í þér um kl. 12.00 til að staðfesta ;) Einar: Ok, hlakka til x: Sömuleiðis <3
Skilaboð send 2. desember 2016Einar: Sömuleiðis x: Ég er ready ;) Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín x: ok Einar: Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel
Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Vændi Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44