Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2022 20:16 Jódís Skúla. arnar halldórsson Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ. „Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“ Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið. „Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“ Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið. „Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“ Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ. „Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“ Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu. Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Fíkn Tengdar fréttir Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ. „Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“ Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið. „Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“ Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið. „Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“ Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ. „Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“ Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu.
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Fíkn Tengdar fréttir Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32
Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12
Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18