Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum. Hann ræddi þar meðal annars um það að honum líður betur á sófanum að horfa á mynd en í adrenalínáskorunum. Einnig talaði hann um sitt helsta áhugamál fyrir utan leiklistina.
Alex Michael Green er íslenskur ævintýramaður sem elskar ekkert heitar en áskoranir í íslenskri náttúru. Í þáttunum fylgjumst við með Alex og félögum í ýmsum ævintýrum en takmarkið er að víkka sjóndeildarhring þjóðþekktra Íslendinga og fá þá til að takast á við eitthvað sem þau myndu annars aldrei þora.