Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:00 Oddur Árnason er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi. Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi.
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26