Reyna ekki að ná þeim látnu upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Eiður Þór Árnason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 6. febrúar 2022 22:20 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Lík flugmanns og þriggja farþega sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. Til stóð að reyna að ná einu þeirra upp á yfirborðið í kvöld en horfið var frá því þegar veður versnaði. Útlit er fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Stefnt er að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag eftir að veður lægir og er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið sem fyrst. „Ef það er veðurgluggi fyrir því þá verður farið af stað í það en aldrei fyrr en öryggi kafaranna og þeirra sem koma að þessari aðgerð er tryggt,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða áhættusama aðgerð og ólíklegt að nokkuð verði hægt að gera á morgun eða þriðjudag vegna veðurs. Skiptir máli að hafa kyrran bát „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Um leið og fyrsta líkið fannst með kafbátnum stóð til að senda kafara niður í vatnið en þegar undirbúningi lauk höfðu aðstæður breyst. „Það fór að hvessa og það skiptir miklu máli að hafa bát á vatninu sem er hægt að halda kyrrum á þeim punkti þar sem köfnunin fer fram. Það var ekki hægt með tryggum hætti og þar með var snúið frá verkefninu,“ segir Oddur. Umfangsmikil leit fór fram í og við Þingvallavatn í dag. Vísir/Bjarni Vilja ekki gefa upp þjóðerni „Það er ómetanlegt að ná þessum árangri þó þetta sé einungis hálfur sigurinn því það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að ná bæði hinum látnu upp og svo vélinni í framhaldi af því,“ segir Oddur. Talið er að vélin hafi brotlent á vatninu og fólkið komist út að sjálfsdáðum áður en hún sökk til botns. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fram hefur komið um er að ræða íslenskan flugmann og þrjá erlenda ferðamenn sem voru í útsýnisflugi. Aðstandendur tveggja farþega eru komnir til landsins og voru sumir þeirra viðstaddir leitina í dag. Von er á fjölskyldu þess þriðja með næstu ferð til Íslands. Oddur segir að aðstandendur hinna látnu hafi óskað eftir því að lögregla veiti ekki upplýsingar um þjóðerni þeirra. Greint hefur verið frá því að tveir ferðamannanna sem voru um borð hafi verið áhrifavaldar og sá þriðji starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6. febrúar 2022 19:29 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Til stóð að reyna að ná einu þeirra upp á yfirborðið í kvöld en horfið var frá því þegar veður versnaði. Útlit er fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Stefnt er að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag eftir að veður lægir og er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið sem fyrst. „Ef það er veðurgluggi fyrir því þá verður farið af stað í það en aldrei fyrr en öryggi kafaranna og þeirra sem koma að þessari aðgerð er tryggt,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða áhættusama aðgerð og ólíklegt að nokkuð verði hægt að gera á morgun eða þriðjudag vegna veðurs. Skiptir máli að hafa kyrran bát „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Um leið og fyrsta líkið fannst með kafbátnum stóð til að senda kafara niður í vatnið en þegar undirbúningi lauk höfðu aðstæður breyst. „Það fór að hvessa og það skiptir miklu máli að hafa bát á vatninu sem er hægt að halda kyrrum á þeim punkti þar sem köfnunin fer fram. Það var ekki hægt með tryggum hætti og þar með var snúið frá verkefninu,“ segir Oddur. Umfangsmikil leit fór fram í og við Þingvallavatn í dag. Vísir/Bjarni Vilja ekki gefa upp þjóðerni „Það er ómetanlegt að ná þessum árangri þó þetta sé einungis hálfur sigurinn því það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að ná bæði hinum látnu upp og svo vélinni í framhaldi af því,“ segir Oddur. Talið er að vélin hafi brotlent á vatninu og fólkið komist út að sjálfsdáðum áður en hún sökk til botns. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fram hefur komið um er að ræða íslenskan flugmann og þrjá erlenda ferðamenn sem voru í útsýnisflugi. Aðstandendur tveggja farþega eru komnir til landsins og voru sumir þeirra viðstaddir leitina í dag. Von er á fjölskyldu þess þriðja með næstu ferð til Íslands. Oddur segir að aðstandendur hinna látnu hafi óskað eftir því að lögregla veiti ekki upplýsingar um þjóðerni þeirra. Greint hefur verið frá því að tveir ferðamannanna sem voru um borð hafi verið áhrifavaldar og sá þriðji starfsmaður belgísks fatafyrirtækis.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6. febrúar 2022 19:29 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6. febrúar 2022 19:29
Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40
Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01