Mané og félagar fengu bæði milljónir og landareignir að gjöf frá forsetanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 13:30 Fyrirliðarnir Kalidou Koulibaly og Sadio Mané með Macky Sall forseta í Forsetahölllinni. Þeir færðu forsetanum verðlaunapening að gjöf. AP/Stefan Kleinowitz Sadio Mané og félagar í Afríkumeistaraliði Senegal fóru heldur betur ekki tómheimtir heim frá heimsókn sinni til forseta landsins. Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira