Shiffrin keppir á morgun en er hætt að tala við fjölmiðla á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 14:31 Miklar væntingar voru gerðar til Mikaelu Shiffrin á Vetrarólympíuleikunum enda sannkölluð ofurstjarna í vetraríþróttum. getty/Tom Pennington Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlar ekki að veita fleiri viðtöl á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira