Reyna að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 11:31 Úkraínskur hermaður tekur þátt í heræfingu á fimmtudag. Úkraínskt herlið er í viðbragðsstöðu vegna viðveru rússneskra hermanna við landamæri ríkjanna tveggja. Vyacheslav Madiyevskyy/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Minnst átta Íslendingar eru nú í Úkraínu þar sem mikið óvissuástand ríkir vegna mögulegrar innrásar Rússa í landið. Utanríkisþjónustan hvetur Íslendinga í landinu til þess að láta vita af sér og huga vel að ferðaskilríkjum sínum. Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“ Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“
Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44