Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 10:29 Chris Burkard og Haraldur Diego. Myndin var tekin í einum af þeirra ævintýrum. Chris Burkard Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. Eins og komið hefur fram hér á Vísi hafði Chris farið í mörg ævintýri með Haraldi í heimsóknum sínum til Íslands. Nú ætlar hann að selja einstakar landslagsljósmyndir úr þeim ferðum og safna þannig fyrir aðstandendum Haraldar. Verðbilið fer algjörlega eftir því hvort fólk kaupir lítið eftirprent eða innrammað stórt verk. Verðbilið er frá 25 dollurum upp í mörg þúsund dollara. Myndaþátturinn sem er til sölu er nú inni á vefsíðu ljósmyndarans undir heitinu Volcano Pilot. Ljósmynd af Haraldi eftir Chris Burkard úr einu af þeirra ævintýrum.Chris Burkard Burkard sagði í samtali við fréttastofu í kjölfar slyssins að Haraldur hefði verið einn nánasti vinur hans. Þeir hefðu flogið saman í næstum því áratug. Burkard hefur ferðast vítt og breitt um Ísland, oft í háloftunum með Haraldi og sömuleiðis á hjóli sínu. Hann þveraði sem dæmi Ísland á sex dögum á hjóli í fyrra. „Hann var alltaf þarna, við endann á langri hjólaferð eða að upplifa með mér í öðrum ferðum,“ sagði Burkard. Chris Burkard safnar fyrir fjölskyldu Haraldar.Vísir/Vilhelm Haraldur hefði verið einstakur vinur sem hafi lagt sig fram við að deila fegurð með öðru fólki. Hann hafi í raun breytt lífi hans og verið honum fyrirmynd. „Ég ólst ekki upp með föður og hef alltaf sótt í aðra eftir fyrirmynd,“ sagði Burkard. Haraldur hafi alltaf sett aðra í fyrsta sætið. Haraldur hafi opnað heimili sitt fyrir Burkard, boðið honum gistingu - ókunnugum manni. Hann hafi snert hjörtu svo margra sem sótt hafi í fegurð Íslands og viðbrögðin við slysinu hafi verið mikil í öllum heimshornum. „Hann snerti líf svo margra,“ sagði Burkard. Myndirnar sem Chris er að selja vegna söfnunarinnar má skoða HÉR. Flugslys við Þingvallavatn Ljósmyndun Tengdar fréttir „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Eins og komið hefur fram hér á Vísi hafði Chris farið í mörg ævintýri með Haraldi í heimsóknum sínum til Íslands. Nú ætlar hann að selja einstakar landslagsljósmyndir úr þeim ferðum og safna þannig fyrir aðstandendum Haraldar. Verðbilið fer algjörlega eftir því hvort fólk kaupir lítið eftirprent eða innrammað stórt verk. Verðbilið er frá 25 dollurum upp í mörg þúsund dollara. Myndaþátturinn sem er til sölu er nú inni á vefsíðu ljósmyndarans undir heitinu Volcano Pilot. Ljósmynd af Haraldi eftir Chris Burkard úr einu af þeirra ævintýrum.Chris Burkard Burkard sagði í samtali við fréttastofu í kjölfar slyssins að Haraldur hefði verið einn nánasti vinur hans. Þeir hefðu flogið saman í næstum því áratug. Burkard hefur ferðast vítt og breitt um Ísland, oft í háloftunum með Haraldi og sömuleiðis á hjóli sínu. Hann þveraði sem dæmi Ísland á sex dögum á hjóli í fyrra. „Hann var alltaf þarna, við endann á langri hjólaferð eða að upplifa með mér í öðrum ferðum,“ sagði Burkard. Chris Burkard safnar fyrir fjölskyldu Haraldar.Vísir/Vilhelm Haraldur hefði verið einstakur vinur sem hafi lagt sig fram við að deila fegurð með öðru fólki. Hann hafi í raun breytt lífi hans og verið honum fyrirmynd. „Ég ólst ekki upp með föður og hef alltaf sótt í aðra eftir fyrirmynd,“ sagði Burkard. Haraldur hafi alltaf sett aðra í fyrsta sætið. Haraldur hafi opnað heimili sitt fyrir Burkard, boðið honum gistingu - ókunnugum manni. Hann hafi snert hjörtu svo margra sem sótt hafi í fegurð Íslands og viðbrögðin við slysinu hafi verið mikil í öllum heimshornum. „Hann snerti líf svo margra,“ sagði Burkard. Myndirnar sem Chris er að selja vegna söfnunarinnar má skoða HÉR.
Flugslys við Þingvallavatn Ljósmyndun Tengdar fréttir „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01
Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31