Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:36 Fjölga þarf lögreglumönnum og auka rannsóknarheimildir lögreglu, að sögn stjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“ Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“
Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira