Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Tölvumynd af fyrirhugum fiskeldisgarði. Samherji Fiskeldi ehf. Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar. Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar.
Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira