Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 14:07 Kamila Valieva var ólík sjálfri sér á skautasvellinu í dag. getty/Catherine Ivill Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira