Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Mikill vatnselgur hefur fylgt óveðrinu. Vísir/Egill Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“ Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“
Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira