Börn og guðir í senn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2022 14:58 Börn gáfu nýverið út sína fyrstu útgáfu í um sex ár. Tveir af meðlimum Barna mynda dúettinn Guðir hins nýja tíma. Börn Fannar Örn Karlsson og Júlíana Kristín Jóhannsdóttir mynda diskó-paunk dúettinn Guði hins nýja tíma en eru jafnframt tveir af fjórum meðlimum drungapaunksveitarinnar Barna, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir gotaskotið síðpönk sitt og almenn drungalegheit. Báðar sveitir standa í útgáfustússi um þessar mundir, en í dag kemur út kassettuútgáfa Guða hins nýja tíma, Ég er ekki pervert ég er spæjari. Kemur hún út á vegum Ægisbrautar Records, sem grasrótargumpar og gæðablóð á Akranesi standa á bak við. Í vikunni gáfu téðir Guðir einnig út tónlistarmyndband við lagið Kysstu mig, kvikað af Fannari sjálfum. Alexandra Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gröndal mynda auk þeirra Fannars og Júlíönu sveitina Börn. Þau hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara undanfarin ár en í síðasta mánuði kom út breiðskífan Drottningar dauðans á vegum Iron Lung í Seattle, þeirra fyrsta útgáfa síðan árið 2015. Platan seldist upp hjá útgefanda á aðeins tveimur vikum en enn er hægt að næla sér í eintök í flestum betri plötuverslunum landsins. Börn sendu um svipað leyti frá sér tónlistarmyndband við lagið Vonin er drepin, þar sem meðlimir rúnta um og rokka í útúrsveigðri sjálfrennireið sveitarinnar. Það er því „nóg er að gera hjá þessum tveimur glæsivörtum íslensku tónlistarsenunnar,“ eins og Fannar komst að orði. Og er það ekki orðum ofaukið, eftir hann liggja til að mynda átta útgáfur á árinu 2021. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Báðar sveitir standa í útgáfustússi um þessar mundir, en í dag kemur út kassettuútgáfa Guða hins nýja tíma, Ég er ekki pervert ég er spæjari. Kemur hún út á vegum Ægisbrautar Records, sem grasrótargumpar og gæðablóð á Akranesi standa á bak við. Í vikunni gáfu téðir Guðir einnig út tónlistarmyndband við lagið Kysstu mig, kvikað af Fannari sjálfum. Alexandra Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gröndal mynda auk þeirra Fannars og Júlíönu sveitina Börn. Þau hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara undanfarin ár en í síðasta mánuði kom út breiðskífan Drottningar dauðans á vegum Iron Lung í Seattle, þeirra fyrsta útgáfa síðan árið 2015. Platan seldist upp hjá útgefanda á aðeins tveimur vikum en enn er hægt að næla sér í eintök í flestum betri plötuverslunum landsins. Börn sendu um svipað leyti frá sér tónlistarmyndband við lagið Vonin er drepin, þar sem meðlimir rúnta um og rokka í útúrsveigðri sjálfrennireið sveitarinnar. Það er því „nóg er að gera hjá þessum tveimur glæsivörtum íslensku tónlistarsenunnar,“ eins og Fannar komst að orði. Og er það ekki orðum ofaukið, eftir hann liggja til að mynda átta útgáfur á árinu 2021.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira