IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2022 13:05 Verslun IKEA í Novosibirsk í Rússlandi. Getty/lvinst Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira