Frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða: „Ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 20:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Vestra. Vísir/Sigurjón „Langur og ekki langur, hvað er langt og hvað er stutt. Þetta voru einhverjir dagar, þetta var ekkert sem ég sagði já við einn tveir og bingó,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra, í viðtali í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira