Rangnick segir leikmenn sína skorta andlegan styrk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2022 07:01 Úr leik Man City og Man Utd um helgina. Tom Purslow/Getty Images Ralf Rangnick hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann tók við sem þjálfari Manchester United. Hann telur leikmenn sína skorta andlegan styrk en liðið tapaði 4-1 fyrir nágrönnum sínum í Man City um helgina. Rangnick tók við sem tímabundinn þjálfari liðsins fyrir áramót með það að markmiði að stýra liðinu út tímabilið og gerast í kjölfarið tæknilegur ráðgjafi. Eitt hans fyrsta verk að ráða íþróttasálfræðinginn Sascha Lense. Það virðist hafa verið mikil þörf á því en Þjóðverjinn telur það deginum ljósara að leikmannahópur Man United skortir andlegan styrk. Hann telur að nær allir leikmenn liðsins eigi erfitt með að yfirstíga erfiðleika. Einu tveir sem virðast ráða við mótlæti eru Scott McTominay og Luke Shaw segir í frétt ESPN um málið. Not many fighters in the Man Utd squad, but Rangnick has been impressed by Shaw and McTominay when the going gets tough https://t.co/vMRsWn6d0j— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 7, 2022 Þó Man Utd hafi aðeins tapað tveimur af 18 leikjum sínum síðan Rangnick tók við þá hefur liðið jafnframt aðeins unnið 8 leiki. Fimm sinnum hefur liðið glutrað niður forystu og endað á að gera jafntefli. Ralf Rangnick, þjálfari Man Utd.AP Photo/Jon Super Aðeins tvívegis hefur liðið komið til baka og náð í stig eftir að lenda undir, gegn Newcastle United og Atlético Madríd. Rangnick og teymi hans hefur miklar áhyggjur af því hversu oft liðið hefur byrjað leiki sterkt og komist yfir til þess eins að enda á að ríghalda í eitt stig eftir að andstæðingurinn hefur jafnað metin. Manchester United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig að loknum 28 leikjum, stigi minna en Arsenal sem er í 4. sæti með þrjá leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Rangnick tók við sem tímabundinn þjálfari liðsins fyrir áramót með það að markmiði að stýra liðinu út tímabilið og gerast í kjölfarið tæknilegur ráðgjafi. Eitt hans fyrsta verk að ráða íþróttasálfræðinginn Sascha Lense. Það virðist hafa verið mikil þörf á því en Þjóðverjinn telur það deginum ljósara að leikmannahópur Man United skortir andlegan styrk. Hann telur að nær allir leikmenn liðsins eigi erfitt með að yfirstíga erfiðleika. Einu tveir sem virðast ráða við mótlæti eru Scott McTominay og Luke Shaw segir í frétt ESPN um málið. Not many fighters in the Man Utd squad, but Rangnick has been impressed by Shaw and McTominay when the going gets tough https://t.co/vMRsWn6d0j— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 7, 2022 Þó Man Utd hafi aðeins tapað tveimur af 18 leikjum sínum síðan Rangnick tók við þá hefur liðið jafnframt aðeins unnið 8 leiki. Fimm sinnum hefur liðið glutrað niður forystu og endað á að gera jafntefli. Ralf Rangnick, þjálfari Man Utd.AP Photo/Jon Super Aðeins tvívegis hefur liðið komið til baka og náð í stig eftir að lenda undir, gegn Newcastle United og Atlético Madríd. Rangnick og teymi hans hefur miklar áhyggjur af því hversu oft liðið hefur byrjað leiki sterkt og komist yfir til þess eins að enda á að ríghalda í eitt stig eftir að andstæðingurinn hefur jafnað metin. Manchester United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig að loknum 28 leikjum, stigi minna en Arsenal sem er í 4. sæti með þrjá leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira