„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2022 10:31 Guðmunda segir sögu sína í þáttunum Heimilisofbeldi á Stöð 2. Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30