UEFA stefnir á að meirihluti landsliða verði með á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 10:01 Íslenska landsliðið ætti að eiga greiðari leið á EM ef fyrirætlanir UEFA verða að veruleika. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stefnir að því að 32 lið verði með í lokakeppni EM karla árið 2028. Það myndi þýða að aðeins 23 af 55 knattspyrnusamböndum Evrópu ættu ekki lið á mótinu og hafa þessar fyrirætlanir verið gagnrýndar. Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Sjá meira
Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Sjá meira