Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 14:21 Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir stigu einn af öðrum í pontu Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. Þingamaður Pírata sagði Útlendingastofnun ítrekað hafa framið lögbrot. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50