Líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um sjálfstæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 11:38 Sigurður Ingi segir að íbúar sveitarfélaga eigi að fá meira að segja um framtíð sína. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði áfram hluti af Reykjavík en íbúar ættu að hafa sitt að segja um það. Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira