Líður öruggari með hverjum deginum sem líður: „Ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 12:09 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Íslendingur sem búsettur er í Kænugarði óttast ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira