Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2022 08:18 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Kænugarði í nokkur ár. stöð 2 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. Hart hefur verið barist í Kænugarði frá því í gærkvöldi og minnst tveir féllu í borginni í morgun í stórskotaliðsárás Rússa. Þá hæfði eldflaug íbúðablokk í Kænugarði í morgun og berjast slökkviliðsmenn nú við eldana sem kviknuðu í blokkinni í kjölfarið. Enn eru einhverjir fastir inni í blokkinni. Miklar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og segir Óskar í samtali við fréttastofu að loftvarnaflautur hafi gengið nær stanslaust í allan morgun. Heyra megi sprengingar og skotárásir í nágrenninu og herþotur fljúga yfir borgina. „Við vöknuðum klukkan fimm við massívar sprengingar og læti beint fyrir utan hjá okkur. Við héldum að það væru sprengingar á húsinu okkar. Við vitum ekkert hvað er í gangi en það er massív brunalykt, svona sprengingar-púðurlykt úti. Núna er klukkan að verða sex og sólin komin upp,“ segir Óskar í myndbandi sem hann tók upp í morgun og sendi fréttastofu. Hann segist mjög þreyttur eftir nóttina, þau hjónin hafi varla sofið og lagt sig inni á baði, sem þau hafa notað sem hálfgert sprengjuskýli. Samkvæmt frétt AP eyðilagðist inngangurinn að aðalneðanjarðarlestarstöðinni, sem hefur verið notuð sem sprengjubyrgi af mörgum í Kænugarði, í sprengjuárás í morgun. Óskar segir að skothríðin í borginni í gærkvöldi hafi verið sú fyrsta sem hann heyrði í nokkra daga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hart hefur verið barist í Kænugarði frá því í gærkvöldi og minnst tveir féllu í borginni í morgun í stórskotaliðsárás Rússa. Þá hæfði eldflaug íbúðablokk í Kænugarði í morgun og berjast slökkviliðsmenn nú við eldana sem kviknuðu í blokkinni í kjölfarið. Enn eru einhverjir fastir inni í blokkinni. Miklar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og segir Óskar í samtali við fréttastofu að loftvarnaflautur hafi gengið nær stanslaust í allan morgun. Heyra megi sprengingar og skotárásir í nágrenninu og herþotur fljúga yfir borgina. „Við vöknuðum klukkan fimm við massívar sprengingar og læti beint fyrir utan hjá okkur. Við héldum að það væru sprengingar á húsinu okkar. Við vitum ekkert hvað er í gangi en það er massív brunalykt, svona sprengingar-púðurlykt úti. Núna er klukkan að verða sex og sólin komin upp,“ segir Óskar í myndbandi sem hann tók upp í morgun og sendi fréttastofu. Hann segist mjög þreyttur eftir nóttina, þau hjónin hafi varla sofið og lagt sig inni á baði, sem þau hafa notað sem hálfgert sprengjuskýli. Samkvæmt frétt AP eyðilagðist inngangurinn að aðalneðanjarðarlestarstöðinni, sem hefur verið notuð sem sprengjubyrgi af mörgum í Kænugarði, í sprengjuárás í morgun. Óskar segir að skothríðin í borginni í gærkvöldi hafi verið sú fyrsta sem hann heyrði í nokkra daga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32