Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 13:31 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir mikilvægt að hafa í huga að um ópíóða sé að ræða, þó hann sé í litlu magni. Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í tilkynningu í morgun að breytingin hafi verið gerð til að létta undir með heilsugæslunni þar sem margir eru að greinast með veiruna og hafa læknar ávísað lyfinu til að slá á hósta. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um að þessi breyting gæti haft slæm áhrif þar sem kódein er ávanabindandi morfínlyf. Valgerður bendir á að Parkódín hafi ekki verið lyfseðilsskylt á tímabili en því var breytt árið 2005. „Þegar það var ekki lyfseðilsskylt, og í sjálfu sér ekkert eftirlit með því hvað fólk fékk mikið, þá var lítill hópur sem var í vandræðum með það og var kannski að fara í mörg apótek á dag að kaupa og voru virkilega háð kódeininu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Til að hægt sé að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa vottorði úr Heilsuveru um staðfest smit sem er ekki eldra en mánaðargamalt. Hver einstaklingur getur keypt tíu töflur af lyfinu að fengnu samþykki lyfjafræðings og verður hver ávísun skráð. Hafa ekki undan við að skrifa út lyf Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að breytingin hafi verið gerð þar sem stöðvarnar hafa ekki undan við að senda lyf. Aðspurð um hvort fólk geti misnotað þetta fyrirkomulag segir Sigríður það vissulega hægt. „Með þessa lyfjaávísun eins og allar lyfjaávísanir, ef fólk ætlar að svindla út og ná sér í meira lyf en það þarf þá getur það gert það,“ segir Sigríður en bætir við að takmörk séu á og að fólk geti ekki gengið að því sem gefnu að það fái að kaupa lyfið. „Þú þarft að vera með greiningu og það er lyfsalinn sem tekur ákvörðun um að afgreiða lyfið, þannig hann verður að hafa forsendur til þess,“ segir Sigríður. Um er að ræða sama fyrirkomulag og er þegar til staðar til að mynda með neyðarpilluna en lyfsalinn getur einnig séð hvort einstaklingur hafi fengið lyfið nýlega og neitað að gefa það út á þeim forsendum. Valgerður segir að með þeim skilmerkjum sé takmörkuð áhætta á ferð, en þó einhver. Mikilvægt sé að um sé að ræða lítið magn og að fylgst sé með ávísunum, þannig fólk flakki ekki milli apóteka og fái tíu töflur á hverjum degi. „Það er full ástæða til þess að vera meðvitaður um það að þetta sé ópíóði, þetta er ávanabindandi og á að nota í sem allra stystan tíma og sem fæstar töflur,“ segir Valgerður. „Þetta er ópíóði, þó þetta sé lítið magn, og hann getur valdið fíkn og ávanabindingu.“ Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Tengdar fréttir 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í tilkynningu í morgun að breytingin hafi verið gerð til að létta undir með heilsugæslunni þar sem margir eru að greinast með veiruna og hafa læknar ávísað lyfinu til að slá á hósta. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um að þessi breyting gæti haft slæm áhrif þar sem kódein er ávanabindandi morfínlyf. Valgerður bendir á að Parkódín hafi ekki verið lyfseðilsskylt á tímabili en því var breytt árið 2005. „Þegar það var ekki lyfseðilsskylt, og í sjálfu sér ekkert eftirlit með því hvað fólk fékk mikið, þá var lítill hópur sem var í vandræðum með það og var kannski að fara í mörg apótek á dag að kaupa og voru virkilega háð kódeininu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Til að hægt sé að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa vottorði úr Heilsuveru um staðfest smit sem er ekki eldra en mánaðargamalt. Hver einstaklingur getur keypt tíu töflur af lyfinu að fengnu samþykki lyfjafræðings og verður hver ávísun skráð. Hafa ekki undan við að skrifa út lyf Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að breytingin hafi verið gerð þar sem stöðvarnar hafa ekki undan við að senda lyf. Aðspurð um hvort fólk geti misnotað þetta fyrirkomulag segir Sigríður það vissulega hægt. „Með þessa lyfjaávísun eins og allar lyfjaávísanir, ef fólk ætlar að svindla út og ná sér í meira lyf en það þarf þá getur það gert það,“ segir Sigríður en bætir við að takmörk séu á og að fólk geti ekki gengið að því sem gefnu að það fái að kaupa lyfið. „Þú þarft að vera með greiningu og það er lyfsalinn sem tekur ákvörðun um að afgreiða lyfið, þannig hann verður að hafa forsendur til þess,“ segir Sigríður. Um er að ræða sama fyrirkomulag og er þegar til staðar til að mynda með neyðarpilluna en lyfsalinn getur einnig séð hvort einstaklingur hafi fengið lyfið nýlega og neitað að gefa það út á þeim forsendum. Valgerður segir að með þeim skilmerkjum sé takmörkuð áhætta á ferð, en þó einhver. Mikilvægt sé að um sé að ræða lítið magn og að fylgst sé með ávísunum, þannig fólk flakki ekki milli apóteka og fái tíu töflur á hverjum degi. „Það er full ástæða til þess að vera meðvitaður um það að þetta sé ópíóði, þetta er ávanabindandi og á að nota í sem allra stystan tíma og sem fæstar töflur,“ segir Valgerður. „Þetta er ópíóði, þó þetta sé lítið magn, og hann getur valdið fíkn og ávanabindingu.“
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Tengdar fréttir 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01
Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00