Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 07:00 Sundhöllina teiknaði Guðjón Samúelsson. Hann hefur að mati fastagests laugarinnar mikið uppeldisgildi. reykjavik.is Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35