Manchester Evening News: Enska úrvalsdeildin að hjálpa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 10:31 Thiago Alcantara fagnar Diogo Jota ásamt félögum þeirra í Liverpool fagna fyrsta markinu á móti Arsenal í gær. Getty/ Justin Setterfield/ Liverpool minnkaði forskot Manchester City niður í eitt stig í gærkvöldi með því að sækja þrjú stig á Emirates leikvann þeirra Arsenal manna. Það stefnir því í harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn eftir að það leit út um tíma að Manchester City ætli að verja titilinn frekar þægilega. Liverpool komst á skrið og City liðið hefur verið að tapa stigum að undanförnu. Liverpool átti líka leiki inni sem liðið kláraði alla en sigurinn á Arsenal í gær var níundi deildarsigur Liverpool í röð. Premier League have handed Liverpool FC a hidden title race advantage over Man City #mcfc https://t.co/DlcFwyzxRV— Manchester City News (@ManCityMEN) March 16, 2022 Í gær gáfu sjónvarpsstöðvarnar út hvaða leikir verða sjónvarpsleikir hjá þeim í næsta mánuði og blaðamenn Manchester Evening News eru á því að með því vali hafi enska úrvalsdeildin fært Liverpool forskot í baráttunni um titilinn. Þegar spennan er svona mikil má búast við miklu sálfræðistríði á næstu vikum. Leikir Manchester City á móti Wolves og Leeds verða báðir valdir til að standa sér sem sjónvarpsleikir og þá hafa menn fundið nýjan leikdag fyrir leik City á móti Brighton sem var frestað vegna enska bikarsins. Manchester City veit nú hvenær sex af níu næstu leikjum liðsins verða og um leið vita Pep Guardiola og lærisveinar hans hvenær Liverpool er að spila. Forskotið sem enska úrvalsdeildin gefur Liverpool að mati Manchester Evening News er að Liverpool spilar á undan Manchester City í þremur af næstu fimm umferðum. City færi aðeins einu sinni að spila á undan og setja þar sem pressu á Jürgen Klopp og lærisveina hans. Liverpool may have been handed a significant boost in their pursuit of the Premier League titlehttps://t.co/y8P7AY1wEq— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 25, 2020 Liverpool gæti því sett enn meiri pressu á City með því komast í efsta sætið fyrir næsta leik Manchester City. Liverpool mætir Watford í hádegisleiknum á laugardeginum eftir landsleikjahlé en City spilar við Burnley seinna sama dag. Lið City og Liverpool mætast í risaleik 10. apríl en það lið sem vinnur þann leik ætti að sitja í toppsætinu. Liverpool mætir Aston Villa 16. apríl eða daginn áður en City spilar við Wolves og Liverpool tekur á móti Manchester United 19. apríl eða daginn áður en City fær Brighton í heimsókn. Það eru fjórir leikir í það að City spili á undan en það verður þegar þeir taka á móti Watford 23. apríl. Liverpool spilar við Everton á Anfield daginn eftir. Það á síðan eftir að ganga frá tímasetningum í síðustu þremur umferðunum. Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Það stefnir því í harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn eftir að það leit út um tíma að Manchester City ætli að verja titilinn frekar þægilega. Liverpool komst á skrið og City liðið hefur verið að tapa stigum að undanförnu. Liverpool átti líka leiki inni sem liðið kláraði alla en sigurinn á Arsenal í gær var níundi deildarsigur Liverpool í röð. Premier League have handed Liverpool FC a hidden title race advantage over Man City #mcfc https://t.co/DlcFwyzxRV— Manchester City News (@ManCityMEN) March 16, 2022 Í gær gáfu sjónvarpsstöðvarnar út hvaða leikir verða sjónvarpsleikir hjá þeim í næsta mánuði og blaðamenn Manchester Evening News eru á því að með því vali hafi enska úrvalsdeildin fært Liverpool forskot í baráttunni um titilinn. Þegar spennan er svona mikil má búast við miklu sálfræðistríði á næstu vikum. Leikir Manchester City á móti Wolves og Leeds verða báðir valdir til að standa sér sem sjónvarpsleikir og þá hafa menn fundið nýjan leikdag fyrir leik City á móti Brighton sem var frestað vegna enska bikarsins. Manchester City veit nú hvenær sex af níu næstu leikjum liðsins verða og um leið vita Pep Guardiola og lærisveinar hans hvenær Liverpool er að spila. Forskotið sem enska úrvalsdeildin gefur Liverpool að mati Manchester Evening News er að Liverpool spilar á undan Manchester City í þremur af næstu fimm umferðum. City færi aðeins einu sinni að spila á undan og setja þar sem pressu á Jürgen Klopp og lærisveina hans. Liverpool may have been handed a significant boost in their pursuit of the Premier League titlehttps://t.co/y8P7AY1wEq— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 25, 2020 Liverpool gæti því sett enn meiri pressu á City með því komast í efsta sætið fyrir næsta leik Manchester City. Liverpool mætir Watford í hádegisleiknum á laugardeginum eftir landsleikjahlé en City spilar við Burnley seinna sama dag. Lið City og Liverpool mætast í risaleik 10. apríl en það lið sem vinnur þann leik ætti að sitja í toppsætinu. Liverpool mætir Aston Villa 16. apríl eða daginn áður en City spilar við Wolves og Liverpool tekur á móti Manchester United 19. apríl eða daginn áður en City fær Brighton í heimsókn. Það eru fjórir leikir í það að City spili á undan en það verður þegar þeir taka á móti Watford 23. apríl. Liverpool spilar við Everton á Anfield daginn eftir. Það á síðan eftir að ganga frá tímasetningum í síðustu þremur umferðunum.
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira